Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.9.–9.10.2020

2

Í vinnslu

  • 10.10.–18.11.2020

3

Samráði lokið

  • 19.11.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-202/2020

Birt: 28.9.2020

Fjöldi umsagna: 45

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning við nýsköpun

Málsefni

Frumvarpið felur í sér viðamiklar breytingar á opinberum stuðningi við nýsköpun í landinu. Leitast er við að forgangsraða verkefnum, draga úr yfirbyggingu og auka sveigjanleika. Af frumvarpinu leiðir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður sem sérstök ríkisstofnun og flestum verkefnum hennar fundið annað heimili.

Nánari upplýsingar

Markmið þessa frumvarps er að efla stuðning við nýsköpun í landinu með einföldu verklagi, skýrri ábyrgð og sterkum tengslum við háskólasamfélag, atvinnulíf og hagaðila. Þessu markmiði skal náð með eftirfarandi aðgerðum;

 Stofnun Nýsköpunargarða ehf. í samstarfi við háskólasamfélagið. Nýsköpunargarðar munu byggja á grunni Efnis- líf- og orkutækni og Rannsóknastofu byggingariðnaðarins hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (hér eftir NMÍ) og lagt er upp með að félagið styðji við starfsemi frumkvöðla og fyrirtækja á sviði hátækni, verkfræði og skyldra greina. Lagður verður grunnur að því að fjármögnuð rannsóknaverkefni sem nú eru unnin hjá NMÍ, þ. á m. verkefni studd af Rannsóknasjóðum Evrópusambandsins, geti flust á Nýsköpunargarða.

 Framlög til og áhersla á nýsköpun á landsbyggðinni verði aukin í samvinnu við sveitarfélög, landshlutasamtök, atvinnulíf og þekkingarsamfélög á staðnum.

 Framlög til byggingarannsókna verði aukin í samvinnu við félagsmálaráðuneyti og settur á fót rannsóknarsjóður byggingarannsókna sem Tækniþróunarsjóði verður í fyrstu falið að hafa umsjón með.

 Prófunum á byggingarvörum sem ekki eru forsendur til að framkvæma á markaði verði fram haldið innan Nýsköpunargarða til þess að tryggja samfellu í framleiðslu byggingarvara á meðan unnið verður að framtíðarlausn um prófanir í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur.

 Fræðsla, upplýsingamiðlun og gagnasöfnun á sviði mannvirkjamála, þar á meðal útgáfa Rb- blaða, verði flutt frá NMÍ til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í því skyni að ná fram aukinni samþættingu og skýrari ábyrgð á málefnasviðinu.

 Verkefni Efnagreininga flytjist til Matís ohf. í þeim tilgangi að ná fram aukinni samþættingu í þjónustumælingum og uppfæra ferla í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur.

 Starfsemi Evrópumiðstöðvar (Enterprise Europe Network) hjá NMÍ flytjist til Rannís í þágu einföldunar stuðningskerfis.

 Mótuð verði umgjörð um stafrænar smiðjur (e. fab-labs) og nýsköpunar- og frumkvöðlamennt (NFM) í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa ferðamála og nýsköpunar

postur@anr.is