Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.9.–13.10.2020

2

Í vinnslu

  • 14.10.–26.11.2020

3

Samráði lokið

  • 27.11.2020

Mál nr. S-203/2020

Birt: 29.9.2020

Fjöldi umsagna: 6

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (Skattalegir hvatar vegna starfsemi til almannaheilla - þriðji geirinn)

Niðurstöður

Sex umsagnir bárust og voru þær almennt mjög jákvæðar. Tekið var tillit til framkominna athugasemda að nokkru leyti við gerð draga að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (Skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla), sbr. mál nr. 239/2020 á samráðsgátt stjórnvalda, sjá nánar hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2828

Málsefni

Áform um breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að markmiði að efla og styrkja starfsemi þeirra lögaðila sem starfa til almannaheilla og falla undir þriðja geirann.

Nánari upplýsingar

Þeir lögaðilar sem starfa til almannaheilla og falla undir þriðja geirann gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Mikil vinna og óeigingjarnt starf, sem oft á tíðum er unnið í sjálfboðavinnu, fer fram hjá hinum ýmsu félögum og stofnunum í landinu, til hagsbóta fyrir hagsmuni og réttindi tiltekinna hópa eða samfélagið í heild sinni. Vegna þessa hafa ýmsir skattalegir hvatar í gegnum tíðina verið lögfestir til handa þeim aðilum sem starfa til almannaheilla, s.s. mannúðar- og líknarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl.

Í skýrslu starfshóps sem skilaði tillögum sínum til fjármála- og efnahagsráðherra þann 29. janúar sl. kemur meðal annars fram að alþjóðlegur samanburður hafi leitt það í ljós að víðast hvar í nágrannaríkjum okkar séu skattalegir hvatar vegna starfsemi til almannaheilla víðtækari en hér á landi. Þetta eigi bæði við um skattalega hvata fyrir gefendur vegna fjárframlaga eða annarra framlaga til slíkrar starfsemi og þiggjendur þeirra framlaga sem um ræðir og starfa til almannaheilla. Tækifæri séu því til þess að víkka út skattalega hvata fyrir þau félög sem teljast til almannaheilla. Þá taldi starfshópurinn einnig rétt að samhliða því að útvíkka núverandi skattalega hvata væri rétt að leggja til lögfestingu á nýjum skattalegum hvötum til að stuðla enn frekar að eflingu þeirrar mikilvægu starfsemi þeirra lögaðila í þriðja geiranum, (s.s. félaga og félagasamtaka), sem starfa til almannaheilla.

Vegna þessa er nú talið nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að markmiði að auka skattalega hvata fyrir starfsemi til almannaheilla og framlaga til slíkrar starfsemi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (3)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

fjr@fjr.is