Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.9.–13.10.2020

2

Í vinnslu

  • 14.2020–5.10.2021

3

Samráði lokið

  • 6.10.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-204/2020

Birt: 29.9.2020

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir (menntun og þjálfun, eftirlit með starfsemi og athöfnum o.fl.).

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að frumvarp um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 (menntun og eftirlit) var lagt fram á 151. löggjafarþingi á þingskjali 942 - 562. mál. Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd. Stefnt er að því að leggja málið fram á 152. löggjafarþingi

Málsefni

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, varðandi menntun og þjálfun, eftirlit með starfsemi og athöfnum o.fl.

Nánari upplýsingar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem sett hafa verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.

Frumvarpinu er ætlað að styrkja heimildir ráðherra til að kveða í reglugerð á um lágmarkskröfur um menntun, þjálfun og námskeið fyrir þá sem þurfa að hafa þekkingu og hæfni á sviði sóttvarna, skyndihjálpar og öryggis og próf sem viðkomandi skal standast til að sýna fram á þekkingu þannig að hægt sé að tryggja öryggi almennings á sviði hollustuhátta.

Um er að ræða þá sem vinna við húðrof t.d. á húðflúrsstofum og öðrum snyrtistofum þar sem fram fer húðrof, þá sem vinna á stöðum þar sem börn dvelja og þá sem starfa í íþróttamannvirkum eða sinna laugargæslu, sundkennslu eða sundþjálfun.

Þá eru með frumvarpinu skýrðar frekar eftirlitsskyldur stjórnvalda og umfang þess eftirlits með starfsemi og athöfnum sem valdið geta mengun eða ógnað hollustuháttum þrátt fyrir að viðkomandi starfsemi eða athafnir séu ekki háðar starfsleyfi eða skráningaskyldu. Einnig er frumvarpinu ætlað að skýra frekar í hvaða tilvikum Umhverfisstofnun er leyfisveitandi og eftirlitsaðili með starfsemi sem lítur að endurnýtingu úrgangs og í hvaða tilvikum heilbrigðisnefndir hafa það hlutverk. Auk þess er lögð til styrking á gjaldtökuheimild Umhverfisstofnunar varðandi skráningu mengandi atvinnustarfsemi.

Tilgangur frumvarpsins er að hafa regluverkið sem skýrast og ná fram þeim markmiðum að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda markmiðin um heilnæmt og ómengað umhverfi.

Óskað er eftir að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist eigi síðar en 13. október nk.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis- og skipulags

postur@uar.is