Tekin var afstaða til þeirra umsagna sem bárus og er um það fjallað í 5. kafla greinargerðar með lögum nr. 20/2021 um reglubundna og viðvarandi upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 01.10.2020–16.10.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.06.2021.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar drög að nýjum heildarlögum um reglubundna og viðvarandi upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa. Með frumvarpinu eru viðkomandi ákvæði laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, felld brott.
Með frumvarpi þessu er lagt til að sett verði ný heildarlög um reglulega upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa. Frumvarpið byggir á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/109/EB frá 15. desember 2004 (hér eftir tilskipun 2004/109/EB eða gagnsæistilskipunin) með síðari breytingum. Tilskipunin mælir einkum fyrir um samræmingu reglna um birtingu reglulegra upplýsinga um útgefendur verðbréfa sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og um birtingu upplýsinga um breytingu á verulegum hlut atkvæðisréttar í slíkum útgefendum. Markmið tilskipunarinnar er að samræma kröfur um skyldu útgefenda til að veita upplýsingar og stuðla með því að raunverulegum innri markaði og víðtækri vernd fyrir fjárfesta. Gagnsæistilskipunin hefur þegar verið innleidd sem hluti af annars vegar lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007 og hins vegar lögum um ársreikninga, nr. 3/2006. Með hliðsjón af þeim öru breytingum sem hafa átt sér stað á lagaumhverfi fjármálamarkaðar er talið heppilegra að fella viðkomandi ákvæði verðbréfaviðskiptalaga brott og setja ný heildarlög um reglulega upplýsingaskyldu útgefanda verðbréfa í stað þess að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum verðbréfaviðskipti. Ekki var talið tilefni til að gera breytingar á þeim ákvæðum gagnsæistilskipunarinnar sem innleidd voru með lögum um ársreikninga, nr. 3/2006.
Umsögn frá Ólafi Arinbirni Sigurðssyni, lögmanni, LOGOS slf.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Kauphallar Íslands um ofangreint frumvarp.
ViðhengiGóðan dag,
Meðfylgjandi er umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins um málið.
Virðingarfyllst,
Heiðrún Björk Gísladóttir
Viðhengi