Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.–20.10.2020

2

Í vinnslu

  • 21.10.2020–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-207/2020

Birt: 5.10.2020

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi (vanrækslugjald)

Niðurstöður

Ákvæði um fargjaldaálag voru lögð fram í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi 13. júní 2021, sjá lög nr. 97/2021.

Málsefni

Tilefni frumvarpsins er að opna fyrir og styðja við skilvirkari lausnir við greiðslu fargjalda í almenningssamgöngum með það að markmiði að efla þjónustu við notendur án þess að því fylgi verulegt tekjutap flutningsaðila.

Nánari upplýsingar

Greiðsla fargjalda í almenningssamgöngum, þ.e. reglubundnum farþegaflutningum, hefur á undanförnum árum færst í auknum mæli frá því að farþegar greiði fargjald hjá vagnstjóra yfir í fyrirframgreidd kort eða rafrænar lausnir. Eftirlit með því að hver og einn farþegi hafi greitt fargjald er hins vegar enn að mestu í höndum vagnstjóra þegar farþegi stígur um borð. Þetta fyrirkomulag stendur í vegi fyrir því að hægt sé að auka skilvirkni, stytta biðtíma á biðstöðvum og efla þannig þjónustu við farþega. Augljóst hagræði væri af því ef farþegar gætu stigið inn í vagninn um hvaða dyr sem er og þyrftu ekki að sýna vagnstjóra fram á greiðslu fargjalds, enda er framkvæmdin sú víðast hvar í nágrannalöndunum.

Til að svo megi verða þarf að taka upp annars konar eftirlit þar sem eftirlitsmenn flutningsaðila kanna greiðslu fargjalda hjá slembiúrtaki farþega. Skýra lagaheimild skortir hins vegar fyrir því að flutningsaðili geti krafist þess af farþega að hann sýni fram á að hafa greitt fargjald á meðan á ferð stendur. Þá skortir einnig lagaheimild til þess að beita þá farþega viðurlögum sem ekki hafa greitt fargjaldið.

Til að styðja við frekari þróun á þessu sviði er því nauðsynlegt að kveða með skýrum hætti í lögum á um skyldu farþega til að framvísa gildum farmiða eða sýna með öðrum hætti fram á rétt til flutnings, ef eftir því er leitað, sem og rétt flutningsaðila til að sannreyna að fargjald hafi verið greitt. Þá þarf einnig heimild til þess að leggja vanrækslugjald á farþega sem ekki geta sýnt fram á greiðslu fargjalds og skýr ákvæði um endurskoðun slíkra ákvarðana.

Það skal tekið fram að þegar áform um frumvarpið voru birt í samráðsgátt 30. júlí sl. var einnig gert ráð fyrir tilteknum breytingum á 10. gr. laganna varðandi ferðaþjónustuleyfi. Fallið hefur verið frá þeim breytingum að sinni.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

postur@srn.is