Samráð fyrirhugað 07.10.2020—22.10.2020
Til umsagnar 07.10.2020—22.10.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 22.10.2020
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um endurnýjanlegt eldsneyti sem telur tvöfalt í markmiði laga nr.40/2013

Mál nr. 209/2020 Birt: 06.10.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Orkumál
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (07.10.2020–22.10.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með breytingarlögum nr. 39/2020 var kveðið á um að setja í reglugerð upplýsingar um tegundir endurnýjanlegs eldsneytis sem telja má tvöfalt á við sama magn annars endurnýjanlegs eldsneytis til að uppfylla skilyrði 1. mgr. laga nr. 40/2013.

Með breytingarlögum nr. 39/2020 var kveðið á um að setja í reglugerð upplýsingar um tegundir endurnýjanlegs eldsneytis sem telja má tvöfalt á við sama magn annars endurnýjanlegs eldsneytis til að uppfylla skilyrði 1. mgr. laga nr. 40/2013. Ákvæði þetta er liður í innleiðingu tilskipunar (EB) nr. 2015/1513 (ILUC tilskipun).

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Skeljungur hf. - 19.10.2020

Vísað er til draga að reglugerð um endurnýjanlegt eldsneyti sem telur tvöfalt í markmiði laga nr. 40/2013 sem finna má í Samráðsgáttinni.

Skeljungi fannst tilefni til að senda inn umsögn og ábendingar varðandi eftirfarandi atriði:

a. Skýring á ákvæðum – söfnun og framleiðsla hér á landi?

Skeljungur vill benda á að ef söfnun og framleiðsla á að fara fram hér á landi í öllum efnisflokkum, í a. og b. hluta 3. gr. reglugerðarinnar og í 4. gr. reglugerðarinnar, þá þurfi það að koma skýrt fram í reglugerðinni svo það sé ekki vafaatriði eða túlkunaratriði hagsmunaaðila.

b. Ákvæði um vetni

Skeljungi þykir ekki skýrt hvort ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar taki einnig til vetnis og leggur því til að bætt verði við reglugerðina nýtt ákvæði um vetni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum og er notað í samgöngum á landi, til að ná fram markmiðum 3. gr. laga nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi.

c. Upprunavottorð

Í ljósi þess að lög um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi nr. 40/2013 kveða á um upprunavottorð endurnýjanlegs eldsneytis, til staðfestingar á því að eldsneyti sé framleitt úr endurnýjanlegum orkugjöfum og framleiðslan uppfylli skilyrði framangreindra laga, vill Skeljungur benda á að í reglugerð þessari þarf að kveða skýrt á um hver hafi eftirlit með upprunavottorði þeirra efnaflokka sem upptalin eru í a. og b. hluta 3. gr. og 4. gr. reglugerðarinnar

Afrita slóð á umsögn

#2 Lúðvík Eckardt Gústafsson - 21.10.2020

Miðað við skýra og lýsandi upptalningu hráefnis og eldsneytis sem megi telja tvöfalt samkvæmt 3. grein laga 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi er upptalning efnis í s) lið reglugerðardraganna óljós. Vísað er í ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins 2015/1513/EB en erfitt er að átta sig á því hvaða orkugjafar myndi falla undir heimild til að telja tvöfalt. Það myndi auka notagildi reglugerðarinnar ef þeir orkugjafar yrðu taldir upp sem téð ákvæði vísa í.

Dr. Lúðvík E. Gústafsson, sjálfstætt starfandi fræðimaður

Afrita slóð á umsögn

#3 N1 ehf. - 22.10.2020

N1 vill koma eftirfarandi atriðum á framfæri vegna málsins:

Telja megi tvöfalt hérlendis eldsneyti sem unnið er úr endurnýjanlegum orkugjöfum og gildir einu hvort það er hérlendis eða erlendis á því svæði sem reglugerðin byggir á og vísað er til.

• Skilgreina þarf ítarlega endurnýjanlega orkugjafa skýrar– óháðir aðilar verði fengnir til þess, en ekki hagsmunaaðilar.

• Eftirlitsaðilar með hvað sé endurnýjanlegt eldsneyti verði algerlega óháðir þeim sem fjalla munu um skjölin sem slík og upprunavottorð verði staðfest af þar til bærum vottunaraðilum, sem uppfylla slík skilyrði.

• Allt endurnýjanlegt eldsneyti þar með talið lífeldsneyti verði að uppfylla að öllu leyti alþjóðlega gæðastaðla, þannig að það sé hæft til notkunar við þær veðurfarsaðstæður sem eru á hérlendis auk þess að það verði að vera nothæft sem eldsneyti skv. kröfum vélaframleiðenda. Það er ekki nóg að búið sé til eitthvað eldsneyti sem geti brunnið, heldur verði það að uppfylla þessar kröfur og þær verði staðfestar af alþjóðlegum rannsóknarstofum, svo sem Saybolt, Caleb Brett, SGS og Intertek svo dæmi séu nefnd, en þær eru margar fleiri viðurkenndar

• Tryggt verði, að allir þeir aðilar hérlendis sem framleiða endurnýjanlegt eldsneyti verði skilaskyldir með upplýsingar og eldsneytið uppfylli allar kröfur skv. síðasta lið.

• Við setningu reglugerðar verði tekið tillit til þess, að áhrif Covid 19 geta haft veruleg áhrif á sveigjanleika og getu til að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar, árin 2020 og 2021, en leiða má líkur að því að það kunni að verða torveldara en búist var við vegna áhrifa faraldursins.

Haft verði í huga við setningu reglugerðarinnar, að mikilvægt að tekið verði tillit til landtengingar skipa í höfnum hérlendis á fyrsta mögulega tímapunkti.

Mikilvægt að reglur hérlendis verði í samræmi við reglur í nágrannalöndunum svo sem Danmörku og Noregi, en ekki verði búið til séríslenskt vinnufyrirkomulag, þar sem í raun er um að ræða samræmingu reglna við það svæði sem þessi lönd tilheyra. Engu að síður verði tekið tillit til Covid 19 í þessum efnum hérlendis.