Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.–20.10.2020

2

Í vinnslu

  • 21.10.2020–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-210/2020

Birt: 6.10.2020

Fjöldi umsagna: 35

Drög að reglugerð

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Húsnæðis- og skipulagsmál

Reglugerð um hlutdeildarlán

Niðurstöður

Samráði um reglugerðina er lokið. Alls bárust 33 umsagnir um reglugerðardrögin. Tekið var tillit til athugasemda eftir því sem kostur var. Reglugerðin hefur nú verið gefin út og fengið númerið 1084/2020.

Málsefni

Félagsmálaráðuneytið birtir drög að reglugerð um hlutdeildarlán til umsagnar. Hlutdeildarlán eru lán sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun veita þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum með það að markmiði að brúa eiginfjárkröfu við íbúðarkaup fyrir þá sem þess þurfa.

Nánari upplýsingar

Félagsmálaráðuneytið birtir drög að reglugerð um hlutdeildarlán til umsagnar.

Hlutdeildarlán eru lán sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun veita þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum með það að markmiði að brúa eiginfjárkröfu við íbúðarkaup fyrir þá sem þess þurfa.

Í drögum að reglugerðinni er meðal annars kveðið á um meðferð umsókna og úthlutun hlutdeildarlána. Þá er fjallað um skilyrði hlutdeildarlána, svo sem hvaða íbúðir verða keyptar með hlutdeildarlánum með tilliti til hámarksverða og -stærða íbúða, hagkvæmni og ástands þeirra, sem og undanþágur frá almennum skilyrðum hlutdeildarlána. Jafnframt er kveðið á um samstarf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við byggingaraðila, útgreiðslu og endurgreiðslu hlutdeildarlána. Að lokum eru tilgreindar tímabundnar heimildir lántaka til útleigu íbúðar og gjaldfellingarheimild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á hlutdeildarláni.

Löggjöf um hlutdeildarlán tekur gildi 1. nóvember nk. og er ráðgert að fyrsta úthlutun hlutdeildarlána fari fram 20. desember nk.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa húsnæðis- og lífeyrismála.

frn@frn.is