Samráð fyrirhugað 08.03.2018—16.03.2018
Til umsagnar 08.03.2018—16.03.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 16.03.2018
Niðurstöður birtar 23.11.2018

Frumvarp til laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun

Mál nr. S-28/2018 Birt: 08.03.2018 Síðast uppfært: 23.11.2018
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Ferðaþjónusta

Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi þessu voru birt almenningi og haghöfum til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og barst ein umsögn frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Ráðuneytið fjallaði um umsögnina í greinargerðinni. Frumvarpið varð svo að lögum 95/2018; https://www.althingi.is/lagas/148c/2018095.html

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 08.03.2018–16.03.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 23.11.2018.

Málsefni

Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun (ESB) 2015/2302 og brottfall laga um alferðir, nr. 80/1994.

Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun (ESB) 2015/2302 og brottfall laga um alferðir, nr. 80/1994. Í tilskipuninni eru nokkur nýmæli og er gildissvið hennar rýmra en eldri tilskipunar sem hefur í för með sér að fleiri ferðir falla undir gildissvið hennar og þar með munu fleiri ferðamenn njóta þeirra réttinda sem þar er kveðið á um.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Gunnar Valur Sveinsson - 16.03.2018

Samtök ferðaþjónustunnar (Samtökin) hafa kynnt sér frumvarp til laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og eru með eftirfarandi ábendingar.

Samtökin vilja fyrst koma á framfæri ábendingu um allt of skamman tíma til umsagnar sem takmarkar möguleika á að fara djúpt í efnisatriði fyrirliggjandi draga. Þá benda samtökin á að ekkert samráð hefur verið haft við greinina við gerð frumvarpsins og er það ámælisvert.

Varðandi einstaka efnisgreinar frumvarpsins eru samtökin með eftirfarandi athugasemdir að svo stöddu:

2. gr. gildissvið

• Samtökin telja að orðalag sé of loðið með „öðru hverju“ og að skilgreina þurfi þetta nánar.

4. gr. skilgreiningar

• Samtökin telja orðalag flókið með „ekki órjúfanlegur“ og telja að „samtengdur“ sé betra orðfæri.

6. gr. upplýsingar sem ber að veita fyrir samningsgerð

• Í lið ii og iii er eru gerðar kröfur um gæðastaðal. Staðallinn sem um ræðir er ekki skilgreindur og er þarna er of langt gengið miðað við grunnútgáfu af þeirri ESB tilskipun sem frumvarpið byggir á. Þessi krafa er mati samtakanna íþyngjandi enda ræðst samkeppnisstaða fyrirtækja af gæðum þeirrar þjónustu sem boðið er upp á hverju sinni.

27. gr. fjárhæð tryggingar

• Samtökin leggja ríka áherslu á að reglugerð um tryggingar vegna alferða verði unnin í nánu samstarfi við samtökin.

Þar sem of skammur tími hefur verið til umsagna við fyrirliggjandi drögum fara samtökin fram á að eiga fund með fulltrúum ráðuneytisins þar sem nánar er farið i hvern efnisþátt draganna.

Samtökin áskilja sér rétt til að koma með frekari athugsemdir á síðari stigum.

Viðhengi