Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.–13.10.2020

2

Í vinnslu

  • 14.–13.10.2020

3

Samráði lokið

  • 14.10.2020

Mál nr. S-211/2020

Birt: 6.10.2020

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (tryggingagjald, skattalegt heimilisfesti, tollafgreiðsla, bifreiðagjald, aukatekjur ríkissjóðs o.fl.)

Niðurstöður

Fyrirhugað er að birta drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda í lok október/byrjun nóvember 2020.

Málsefni

Áformuð er tímabundin lækkun tryggingagjalds auk ýmissa annarra breytinga og leiðréttinga á skattalöggjöf sem og orkuskiptum í samgöngum.

Nánari upplýsingar

Í áformum þessum um lagasetningu er greint frá fyrirhuguðum breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem áformað er að leggja fram í safnlögum. Frumvarpið má m.a. rekja til stöðugleikaaðgerða ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að stuðla að félagslegum og efnahagslegum stöðugleika í tengslum við Lífskjarasamninginn. Í frumvarpinu verður lögð til tímabundin lækkun á tryggingagjaldi auk nauðsynlegra leiðréttinga og annarra breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Hér er m.a. um að ræða breytingar og samræmingu vegna lögfestra breytinga annarra laga, breytingar á skattalegu heimilisfesti, tollafgreiðslu, gjaldi fyrir löggildingu nokkurra starfsstétta, meðhöndlun brota á sviði tollamála, undanþágu rafknúinna ökutækja til vöruflutninga frá vörugjaldi og greiðslu á lágmarksbifreiðagjaldi í tilfelli rafmagns- og vetnisbifreiða, o.fl.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is