Samráð fyrirhugað 06.10.2020—13.10.2020
Til umsagnar 06.10.2020—13.10.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 13.10.2020
Niðurstöður birtar 14.10.2020

Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (tryggingagjald, skattalegt heimilisfesti, tollafgreiðsla, bifreiðagjald, aukatekjur ríkissjóðs o.fl.)

Mál nr. 211/2020 Birt: 06.10.2020 Síðast uppfært: 14.10.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Fyrirhugað er að birta drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda í lok október/byrjun nóvember 2020.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 06.10.2020–13.10.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.10.2020.

Málsefni

Áformuð er tímabundin lækkun tryggingagjalds auk ýmissa annarra breytinga og leiðréttinga á skattalöggjöf sem og orkuskiptum í samgöngum.

Í áformum þessum um lagasetningu er greint frá fyrirhuguðum breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem áformað er að leggja fram í safnlögum. Frumvarpið má m.a. rekja til stöðugleikaaðgerða ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að stuðla að félagslegum og efnahagslegum stöðugleika í tengslum við Lífskjarasamninginn. Í frumvarpinu verður lögð til tímabundin lækkun á tryggingagjaldi auk nauðsynlegra leiðréttinga og annarra breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Hér er m.a. um að ræða breytingar og samræmingu vegna lögfestra breytinga annarra laga, breytingar á skattalegu heimilisfesti, tollafgreiðslu, gjaldi fyrir löggildingu nokkurra starfsstétta, meðhöndlun brota á sviði tollamála, undanþágu rafknúinna ökutækja til vöruflutninga frá vörugjaldi og greiðslu á lágmarksbifreiðagjaldi í tilfelli rafmagns- og vetnisbifreiða, o.fl.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök atvinnulífsins - 13.10.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn SA um málið.

Virðingarfyllst,

f.h. SA,

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi