Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–22.10.2020

2

Í vinnslu

  • 23.–22.10.2020

3

Samráði lokið

  • 23.10.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-213/2020

Birt: 8.10.2020

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust. Reglugerð nr. 1544/2020, um (2.) breytingu á reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017, var birt í Stjórnartíðindum 13. janúar 2021.

Málsefni

Ráðgert er að veita þrettán Evrópugerðum er varða lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki gildi hér á landi í heild og einni að hluta.

Nánari upplýsingar

Evrópugerðirnar fjórtán breyta allar eða útfæra nánar reglugerð (ESB) 575/2013, um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki (CRR), og tilskipun 2013/36/ESB, um aðgang að starfsemi lánastofnana og varfærniseftirlit með lánastofnunum og verðbréfafyrirtækjum (CRD IV), sem saman mynda hryggjarstykkið í löggjöf Evrópusambandsins um lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki og hafa að mestu þegar verið teknar upp í íslenskan rétt.

Efni Evrópugerðanna þrettán sem stendur til að innleiða í heild er eftirfarandi:

1. Tíu gerðanna (reglugerðir (ESB) 591/2014, 1317/2014, 2015/880, 2015/2326, 2016/892, 2016/2227, 2017/954, 2017/2241, 2018/815 og 2018/1889) framlengdu ítrekað tímabundin ákvæði varðandi svonefnda miðlæga mótaðila sem eru milligönguaðilar í afleiðuviðskiptum.

2. Tvær gerðir (reglugerð (ESB) 650/2014 með breytingum samkvæmt reglugerð (ESB) 2019/912) útfæra nánar fyrirmæli um upplýsingar sem lögbær yfirvöld skulu birta.

3. Ein gerð (reglugerð (ESB) 2016/1014) framlengdi undanþágur verðbréfafyrirtækja sem sýsla með hrávörugerninga frá ákvæðum um stórar áhættuskuldbindingar og eiginfjárgrunn.

Innleiðing þessara þrettán Evrópugerða er ekki talin hafa veruleg áhrif hér á landi en Íslandi ber að taka þær upp í landsrétt samkvæmt EES-samningnum.

Evrópusambandið hefur samþykkt breytingar á CRR (með reglugerð (ESB) 2020/873) til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Breytingarnar hafa ekki verið teknar upp í EES-samninginn. Engu síður er ráðgert að innleiða nú þegar þann hluta þeirra sem hefur áhrif á gildandi landsrétt til að auðvelda fjármálafyrirtækjum að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins og miðla áfram fé til fyrirtækja og heimila. Unnið er að þýðingu Evrópugerðarinnar og ráðgert að birta hana í fylgiskjali með reglugerðinni.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

gunnlaugur.helgason@fjr.is