Samráð fyrirhugað 08.10.2020—22.10.2020
Til umsagnar 08.10.2020—22.10.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 22.10.2020
Niðurstöður birtar 23.10.2020

Drög að reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja

Mál nr. 213/2020 Birt: 08.10.2020 Síðast uppfært: 23.10.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust. Gert er ráð fyrir að setja reglugerðina þegar þýiðng á reglugerð (ESB) 2020/873 liggur fyrir.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 08.10.2020–22.10.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 23.10.2020.

Málsefni

Ráðgert er að veita þrettán Evrópugerðum er varða lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki gildi hér á landi í heild og einni að hluta.

Evrópugerðirnar fjórtán breyta allar eða útfæra nánar reglugerð (ESB) 575/2013, um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki (CRR), og tilskipun 2013/36/ESB, um aðgang að starfsemi lánastofnana og varfærniseftirlit með lánastofnunum og verðbréfafyrirtækjum (CRD IV), sem saman mynda hryggjarstykkið í löggjöf Evrópusambandsins um lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki og hafa að mestu þegar verið teknar upp í íslenskan rétt.

Efni Evrópugerðanna þrettán sem stendur til að innleiða í heild er eftirfarandi:

1. Tíu gerðanna (reglugerðir (ESB) 591/2014, 1317/2014, 2015/880, 2015/2326, 2016/892, 2016/2227, 2017/954, 2017/2241, 2018/815 og 2018/1889) framlengdu ítrekað tímabundin ákvæði varðandi svonefnda miðlæga mótaðila sem eru milligönguaðilar í afleiðuviðskiptum.

2. Tvær gerðir (reglugerð (ESB) 650/2014 með breytingum samkvæmt reglugerð (ESB) 2019/912) útfæra nánar fyrirmæli um upplýsingar sem lögbær yfirvöld skulu birta.

3. Ein gerð (reglugerð (ESB) 2016/1014) framlengdi undanþágur verðbréfafyrirtækja sem sýsla með hrávörugerninga frá ákvæðum um stórar áhættuskuldbindingar og eiginfjárgrunn.

Innleiðing þessara þrettán Evrópugerða er ekki talin hafa veruleg áhrif hér á landi en Íslandi ber að taka þær upp í landsrétt samkvæmt EES-samningnum.

Evrópusambandið hefur samþykkt breytingar á CRR (með reglugerð (ESB) 2020/873) til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Breytingarnar hafa ekki verið teknar upp í EES-samninginn. Engu síður er ráðgert að innleiða nú þegar þann hluta þeirra sem hefur áhrif á gildandi landsrétt til að auðvelda fjármálafyrirtækjum að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins og miðla áfram fé til fyrirtækja og heimila. Unnið er að þýðingu Evrópugerðarinnar og ráðgert að birta hana í fylgiskjali með reglugerðinni.

Tengd mál