Samráð fyrirhugað 09.10.2020—25.10.2020
Til umsagnar 09.10.2020—25.10.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 25.10.2020
Niðurstöður birtar 10.06.2021

Drög að frumvarpi til laga um föngun, flutning og varanlega geymslu koldíoxíðs neðanjarðar.

Mál nr. 215/2020 Birt: 09.10.2020 Síðast uppfært: 10.06.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Ein umsögn barst um frumvarpið. Í greinargerð með frumvarpinu er gerð grein fyrir afstöðu til umsagnarinnar. Frumvarpið var afgreitt sem lög frá Alþingi sbr. lög nr. 12/2021

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 09.10.2020–25.10.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 10.06.2021.

Málsefni

Markmið frumvarpsins er að tryggja örugga föngun, flutning og niðurdælingu koldíoxíðs í jarðlög hér á landi í því skyni að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Um er að ræða innleiðingu tilskipunar ESB 2009/31/EB um kolefnisföngun og geymslu á koldíoxíði á þann veg að föngun og geymsla þess verði heimil á íslensku yfirráðasvæði.

Jafnframt er með frumvarpinu tryggt að aðferðarfræði Carbfix verkefnis OR falli að ákvæðum tilskipunarinnar. Með aðferðarfræði Carbfix verkefnisins er gengið út frá því að koldíoxíð steingerist með tímanum og bindist þar með varanlega en sé ekki geymt neðanjarðar þar sem hætta getur skapast á að það geti sloppið aftur út í andrúmsloftið. Losun koldíoxíðs með þessum hætti kemur til frádráttar losun rekstraraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, líkt og reglur kerfisins gera ráð fyrir.

Í frumvarpinu er lagt til að innleiðing efnisákvæða tilskipunarinnar sé fundinn staður í lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með því móti er unnt að tengja ýmis ákvæði tilskipunarinnar við ákvæði laganna er varða útgáfu og málsmeðferð leyfa fyrir niðurdælingu, framkvæmd eftirlits með starfsemi, eftirfylgni í tilvikum frávika í starfsemi og framkvæmd við lokun niðurdælingarsvæða.

Með frumvarpi þessu eru ætlunin m.a. að ná utan um Carbfix aðferðina en það kemur ekki í veg fyrir annars konar geymslu kolefnis (koldíoxíðs).

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landsvirkjun - 23.10.2020

Meðfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar.

Viðhengi