Samráð fyrirhugað 14.10.2020—28.10.2020
Til umsagnar 14.10.2020—28.10.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 28.10.2020
Niðurstöður birtar 02.12.2020

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skotelda.

Mál nr. 218/2020 Birt: 14.10.2020 Síðast uppfært: 08.12.2020
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Almanna- og réttaröryggi
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Fyrirhugað hefur verið að gefa út reglugerð í því skyni að þrengja tímamörk um almenna notkun skotelda og fækka söludögum. Umsagnarfrestur í samráðsgátt rann út 28. október, alls bárust 17 umdagnir og hefur málið verið í skoðun síðan. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu sökum Covid19-faraldursins er þó ekki æskilegt að fækka söludögum fyrir þessi áramót. Því er útgáfu reglugerðarinnar frestað. Mikilvægt er að söluaðilar fái ráðrúm til að skipuleggja sig með nægum fyrirvara og skoða fleiri leiðir til fjáröflunar áður en slík breyting tekur gildi.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 14.10.2020–28.10.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 02.12.2020.

Málsefni

Dómsmálaráðuneytið óskar eftir umsögnum um breytingu á reglugerð um skotelda nr. 414/2017.

Hinn 14. janúar sl., skilaði starfshópur dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæði vegna mengunar af völdum flugelda.

Megin niðurstaða starfshópsins er að nauðsynlegt sé að takmarka sem mest þá mengun sem veldur óæskilegum heilsufarsáhrifum hjá einstaklingum. Einnig þurfi að hafa hugfast óæskileg áhrif skotelda um áramót á áhrif á atferli og líðan margra dýra. Jafnframt bendir starfshópurinn á að huga þurfi að loftmengun hér á landi í víðu samhengi og að draga þurfi úr allri mengun þar sem það er mögulegt, til bættra lífsgæða fyrir allan almenning.

Með reglugerðarbreytingunni er gert ráð fyrir að þrengja tímamörk um almenna notkun skotelda og fækka söludögum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Páll Ásgeir Ásgeirsson - 14.10.2020

Mér finnst þessi reglugerðarbreyting stórt skref í rétta átt. Löngu er tímabært að breyta þeim reglum sem nú gilda um meðferð flugelda og færa þær til nútímahorfs. Núverandi ástand með stórlega heilsuspillandi mengun, slysahættu og óþægindum fyrir allt samfélagið er satt að segja tímaskekkja og er gleðiefni að nú ætli stjórnvöld að reyna að koma á breytingum.

Afrita slóð á umsögn

#2 Hjördís Þorsteinsdóttir - 14.10.2020

Ég er algjörlega sammála þessu, löngu tímabært að setja fram nýa reglugerð um þetta.

Afrita slóð á umsögn

#3 Erla Ívarsdóttir - 14.10.2020

Ég styð það algjörlega að takmarka sem allra mest (helst banna algjörlega eða hafa "miðstýrða" sýningu eins og á Menningarnótt) notkun flugelda. Mengun, sóðaskapur, slysahætta, skelfingu lostin dýr, ónæði dögum sama, ósætti milli nágranna v/eftirþrifa, og fleira og fleira. Hjálparsveitir eiga að komast á fjárlög en ekki vera háðar flugeldasölu til reksturs.

Afrita slóð á umsögn

#4 Kristján G Guðmundsson - 14.10.2020

Mikið öryggismál og framför. Er við tamningar hrossa á þessum tíma.

Kvellhettur og allar tegundir sprenginga flesta daga, oft í rökkur byrjun, frá jólum út janúar. Viðkvæmir hestar fælast í þessum blossum og drunum.

Flugeldar valdið fjölmörgum slysum, bæði hesta og manna.

Afrita slóð á umsögn

#5 Davíð Steinar Ásgrímsson - 15.10.2020

Ég vil leggja til að þessi breyting á reglugerð gangi enn lengra og banni alla notkun og innflutning skotelda nema þá sem teljast í 1. flokki (stjörnuljós, innisprengjur ofl.)

Sjálfur lenti ég í slæmu flugeldaslysi sem unglingur. Þetta er hræðileg árleg slysahrina sem auðveldlega er hægt að útrýma með þessu eina pennastriki.

Bann við innflutningi skotelda myndi einnig koma í veg fyrir óþarfa loftslagsmengun.

Afrita slóð á umsögn

#6 Jóhann Bjarni Þorsteinsson - 15.10.2020

Betra væri að býða með þessar forræðis aðgerðir þangað til á næsta ári, við viljum varla hvetja til þess að fólk flokkist saman í stóra hópa í kringum flugelda verslanir þetta árið, sem er eitthvað sem mun gerast ef leyfður sölutími er styttur svona mikið.

Í öðru lagi er þetta ekki frjálslynd stefna heldur sýnir þetta fram á mikla forræðishyggju, í landi sem ætti að færast lemgra í átt að frjálshyggju að mínu mati.

Afrita slóð á umsögn

#7 Vilberg Rambau Guðnason - 15.10.2020

ÉG er ósammála þessari stitingu á sölu flugelda það væri troðningur og á þessum tíma væri það í andstöðu við til mæli þríegisinns eða ætlar ríkisstjórn að koma á móts við björgunar aðila sem verða af sínum tekjum af sölunni Væri betra að björgunar sveitir landsinns væru einar með sölu fjugelda við þörnumst þeirra

Afrita slóð á umsögn

#8 Kjartan Mogensen - 18.10.2020

Fagna þessari reglugerðarbreytingu. Vonandi verður hún fyrsta skref í að herða enn meir á takmörkun skotelda.

Kjartan Mogensen kt. 141246-3809

fyrrverandi formaður samtaka lungnasjúklinga

Afrita slóð á umsögn

#9 Valdimar Össurarson - 20.10.2020

Ég fagna þessu litla skrefi í átt til þess að banna algerlega flugeldaskot í þeirri mynd sem verið hefur. Harma þó það kjarkleysi að stíga ekki skrefið til fulls. Fátt lýsir meiri veruleikafirringu samfélagsins en sá ósiður að efna árlega til stríðsláta, slysahættu, dýraníðs og stórfelldra mengunarslysa í friðsömum samfélögum. Þessi ósiður stríðir gegn öllum meginreglum sem annars ríkir sátt um í samfélaginu:

Í fyrsta lagi brot á þeirri friðhelgisreglu sem er mikilvægur hluti mannréttinda, og tryggir þegnum frið á sínum heimilum; rétt til að ráða sínu nærumhverfi og vernd gegn skotárásum. Þó einhverjir vilji vera á götum úti og taka þátt í brjálæðinu, þá er fjöldamargt fólk sem annaðhvort kýs að njóta friðar á sínum heimilum og annað sem svo er ástatt um af aldri eða heilsufarsástæðum að það líður vítiskvalir og er jafnvel sett í lífshættu vegna hávaðans, sprengjulátanna, svifryks, ólyktar og annars óþverra sem þessu fylgir.

Í öðru lagi slysahætta sem þessu fylgir; bæði á fólki, fénaði og eignum. Ekki líða þau áramót að ekki fréttist af stórslysum, bruna eða öðrum spjöllum af völdum flugelda eða blysa. Manntjón hefur öðru hvoru orðið, og fjölmargir búa við örkuml; bæði á líkama og sál. Stórbrunar hafa orðið, en þó eru tjónin margfalt meiri sem ekkert heyrist af, t.d. er flugeldar falla niður á bíla og stórskaða lakk.

Í þriðja lagi það dýraníð sem efnt er til árlega, með sprengingum og skoteldum. Lög um verndun dýra eru brotin í hvert sinn sem flugeldi er skotið á loft og sprengja sprengd, enda eru dýr allsstaðar; gæludýr, húsdýr, fuglar, mýs o.fl. Langflest dýr verða dauðskelkuð við þennan djöfulgang, þó fréttir greini einungis frá ef sturlaður hestur hleypur úr girðingu eða fyrir bíl.

Í fjórða lagi mengunarsjónarmið. Leyfi til flugeldaskota stríðir alfarið gegn lögum um mengunarvarnir; það er brot á markmiðum Parísarsáttmálans og alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga í þessum efnum. Sakna ég þess að í skýrslu sem frumvarpinu fylgir er lítt sem ekki fjallað um hlutdeild skotelda í kolefnisfótspori Íslands. En mengunin er ekki eina umhverfisslysið sem leiðir af flugeldaskotum, heldur er í þeim brennt fágætum jarðefnum og þannig gengið á takmarkaðar auðlindir jarðar.

Í fimmta lagi brot á þeirri meginskyldu stjórnvalda að tryggja öryggi og almannaheill með því að nýta framlag sjálfboðaliðasveita björgunarfélaga, s.s. Landsbjargar o.fl., og tryggja um leið rekstur þeirra með löglegum og skynsamlegum hætti. Þessu hafa stjórnvöld brugðist hingað til, með því að björgunarsveitirnar eru háðar annarsvegar stórhættulegri og heilsuspillandi sölu sprengiefna og skotfæra og hinsvegar fjárhættuspilum spilafíkla, og á ég þar við tekjur sem Landsbjörg fær frá Íslandsspilum sem reka spilakassa. Það getur hvorki talist heilbrigt né siðað þjóðfélag sem þannig stendur að þessum mikilvæga hluta velferðarþjónustu almennings, sem annars byggir á ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða. Þetta starf á að launa af almannafé, ef ekki finnast aðrir skynsamlegir tekjustofnar.

Bönnum flugelda með öllu. Vel má finna aðra skaðminni upplifun í staðinn, t.d. ljósasýningar með lasertækni og útsendingu hávaðans í heyrtartól þeirra sem finnst hann ómissandi. Þá mætti einnig skipuleggja hópferðir hörðustu flugeldafíklanna á stríðssvæði sem því miður eru enn gangi í heiminum. Með því myndu þeir e.t.v. stofna sjálfum sér í lífshættu, en ekki þeim sem engan áhuga hafa á sprengjugný og óhugnaði skotelda.

Um leið ætti að stöðva áramótabrennur með þeim óhemjuhætti sem tíðkast hefur, enda eru þær um margt sami skaðvaldur og skoteldar; a.m.k. varðandi mengun og almannahættu.

Afrita slóð á umsögn

#10 Slysavarnafélagið Landsbjörg - 27.10.2020

Umsögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Landssamband hestamannafélaga - 27.10.2020

Landssamband hestamannafélaga fagnar fyrirhuguðum breytingum á reglugerð um skotelda.

Öll takmörkun á þeim dagafjölda sem leyfilegt er að sprengja flugelda er fagnaðarefni fyrir hestamenn sem stunda útreiðar í þéttbýli. Í kringum áramót og í upphafi árs eru margir hestamenn með hesta á húsi í þéttbýli. Eins og fram kemur í tillögum nefndarinnar hefur notkun skotelda óæskileg áhrif á atferli og líðan dýra. Fjölmörg dæmi eru um að hestamenn hafi lent í alvarlegum slysum þegar hestar hafa fælst vegna óvæntra sprenginga af völdum flugelda.

Einnig getur mengun af völdum flugelda valdið óæskilegum áhrifum hjá einstaklingum, ekki síst útivistarfólki eins og hestamönnum.

Æskilegt er að vinnu við breytingu á vopnalögum verði hraðað, þar sem viðurlög við að sprengja flugelda á þeim tíma sem það er óheimilt verði þyngd.

Afrita slóð á umsögn

#12 Óskar Rudolf Kettler - 27.10.2020

Meðfylgjandi er umsögn frá syni mínum sem ég legg fram fyrir hans hönd.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Árný Sigurðardóttir - 28.10.2020

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Samband íslenskra sveitarfélaga - 28.10.2020

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Umhverfisstofnun - 28.10.2020

Viðhengd er umsögn Umhverfisstofnunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Flugbjörgunarsveitin Reykjavík - 28.10.2020

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Rakel Kristinsdóttir - 28.10.2020

Umsögn vegna þessa máls. Sjá viðhengi.

Höfundur þessarar umsagnar er frumkvöðull og hugmyndasmiður verkefnanna Skjótum rótum í samstarfi við SL/SÍ og afmörkuð skotsvæði við Skólavörðuholt, Klambratún og Landakot í samstarfi við Reykjavíkurborg og Sjóvá.

Viðhengi