Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–28.10.2020

2

Í vinnslu

  • 29.10.–1.12.2020

3

Samráði lokið

  • 2.12.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-218/2020

Birt: 14.10.2020

Fjöldi umsagna: 17

Drög að reglugerð

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skotelda.

Niðurstöður

Fyrirhugað hefur verið að gefa út reglugerð í því skyni að þrengja tímamörk um almenna notkun skotelda og fækka söludögum. Umsagnarfrestur í samráðsgátt rann út 28. október, alls bárust 17 umdagnir og hefur málið verið í skoðun síðan. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu sökum Covid19-faraldursins er þó ekki æskilegt að fækka söludögum fyrir þessi áramót. Því er útgáfu reglugerðarinnar frestað. Mikilvægt er að söluaðilar fái ráðrúm til að skipuleggja sig með nægum fyrirvara og skoða fleiri leiðir til fjáröflunar áður en slík breyting tekur gildi.

Málsefni

Dómsmálaráðuneytið óskar eftir umsögnum um breytingu á reglugerð um skotelda nr. 414/2017.

Nánari upplýsingar

Hinn 14. janúar sl., skilaði starfshópur dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæði vegna mengunar af völdum flugelda.

Megin niðurstaða starfshópsins er að nauðsynlegt sé að takmarka sem mest þá mengun sem veldur óæskilegum heilsufarsáhrifum hjá einstaklingum. Einnig þurfi að hafa hugfast óæskileg áhrif skotelda um áramót á áhrif á atferli og líðan margra dýra. Jafnframt bendir starfshópurinn á að huga þurfi að loftmengun hér á landi í víðu samhengi og að draga þurfi úr allri mengun þar sem það er mögulegt, til bættra lífsgæða fyrir allan almenning.

Með reglugerðarbreytingunni er gert ráð fyrir að þrengja tímamörk um almenna notkun skotelda og fækka söludögum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

postur@dmr.is