Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–29.10.2020

2

Í vinnslu

  • 30.10.2020–8.2.2021

3

Samráði lokið

  • 9.2.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-219/2020

Birt: 15.10.2020

Fjöldi umsagna: 5

Áform um lagasetningu

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Áform um breytingar á lögum um málefni aldraðra

Niðurstöður

Breytingum á lögunum frestað fram á 152. löggjafarþing.

Málsefni

Samræma lög nr. 125/1999, um málefni aldraðra, þeirri niðurstöðu vinnuhóps um mat á InterRAI-mælitækjum og færni- og heilsumati, að betur færi að ein færni- og heilsumatsnefnd fari yfir álitamál á landsvísu en ekki séu starfandi færni- og heilsumatsnefndir í öllum heilbrigðisumdæmum landsins.

Nánari upplýsingar

Stefna hins opinbera er að einfalda samþykktarferli á hjúkrunarheimilum, með tilliti til hvers einstaklings og gera ferlið skilvirkara. Í því samhengi er stefnt að notkun interRAi-mælitækisins, líkt og er m.a. gert í Kanada. Mælitækið sker úr um þjónustuþörf og mat á þörf fyrir dvöl í hjúkrunarheimili myndi byggjast á niðurstöðum þess án þess að hver umsókn væri tekin fyrir af færni- og heilsumatsnefnd. Ef upp kæmu álitamál færu þau til færni- og heilsumatsnefndar þar sem lokaniðurstaða fengist.

Til að auka skilvirkni og yfirsýn væri æskilegt að einn biðlisti væri á landsvísu. Sá listi væri unnin sjálfkrafa úr interRAi-mælitækjunum og óskir umsækjenda um ákveðin hjúkrunarheimili væru auðkenndar. Með þessu fyrirkomulagi ætti að vera tryggt að þeim sem eru mestri þörf fyrir hjúkrunarrými væru í mestum forgangi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Heilbrigðisráðuneytið

hrn@hrn.is