Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.10.–3.11.2020

2

Í vinnslu

  • 4.11.2020–4.1.2022

3

Samráði lokið

  • 5.1.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-221/2020

Birt: 20.10.2020

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Utanríkisráðuneytið

Utanríkismál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, nr. 176/2006

Niðurstöður

Engar athugasemdir bárust í samráðsgáttina. Frumvarpið var afgreitt sem lög frá Alþingi, sbr. lög nr. 47/2021

Málsefni

Með frumvarpinu eru m.a. lagðar til breytingar á ákvæðum lögum nr. 176/2006 varðandi hlutverk Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.

Nánari upplýsingar

Gerð frumvarpsins má rekja til þess að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. (Kadeco) hefur nú lokið þeim verkefnum (fasteignaumsýslu) sem því eru falin samkvæmt lögum nr. 176/2006. Á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið unnið að þvi að útfæra nýtt hlutverk Þróunarfélagsins. Af þeim sökum hefur Þróunarfélaginu verið falið að leiða formlegt samstarf ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í eigu íslenska ríkisins við Keflavíkurflugvöll og nærsvæða hans.

Samkomulag um ofangreint efni var undirritað hinn 16. desember 2019 milli framangreindra aðila og ríkissjóðs. Tekur efni frumvarpsins, hvað varðar hlutverk Þróunarfélagsins, mið af því. Í samkomulaginu felst meðal annars að Þróunarfélagið mun leiða stefnumótun og greiningu á tækifærum fyrir svæðið í heild sem auki samkeppnishæfni flugvallarins og þar af leiðandi svæðisins, auk áætlanagerðar.

Með frumvarpinu er því m.a. lögð til sú breyting að felld verði úr gildi 4. gr. laga nr. 176/2006 sem fjallar um hlutverk Þróunarfélagsins samkvæmt lögunum. Jafnframt er lagt til að felld verði úr gildi ákvæði í lögunum varðandi umbreytingaráðstafanir sem telja verður lokið. Einnig er lagt til að heiti laganna verði breytt til að endurspegla efnisatriði lagaákvæða sem eftir standa.

Frumvarpið felur að mestu leyti í sér lagahreinsun. Til skýrleika hefur þó verið bætt við 1. gr. laganna ákvæði sem heimilar ráðherra að semja við hlutaðeigandi sveitarfélag um breytingar á þegar auglýstum ytri mörkum Keflavíkurflugvallar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Utanríkisráðuneytið

vts@mfa.is