Samráð fyrirhugað 22.10.2020—04.11.2020
Til umsagnar 22.10.2020—04.11.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 04.11.2020
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna póstmála (flutningur póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar).

Mál nr. 223/2020 Birt: 23.10.2020 Síðast uppfært: 23.10.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (22.10.2020–04.11.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Birt eru til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna tilfærslu póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar.

Frumvarpið er hluti af heildaryfirferð á lagaumhverfi Póst- og fjarskiptastofnunar en stefnt er að því að það verði lagt fram samhliða frumvarpi til nýrra heildarlaga um Póst- og fjarskiptastofnun. Frumvarpið er þó byggt upp með þeim hætti að það geti staðið sjálfstætt, þ.e. óháð fyrirhuguðum breytingum á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun.

Tilgangur frumvarpsins, sem samið var í samvinnu við PFS og Byggðastofnun, er að mæla fyrir um lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til að færa stjórnsýslu og eftirlit með póstþjónustu frá PFS til Byggðastofnunar. Markmiðið er að Byggðastofnun hafi sömu heimildir og skyldur og PFS fyrir tilfærsluna og að áfram verði tryggð hagkvæm, skilvirk og áreiðanleg póstþjónustu um land allt og til og frá landinu

• Lagðar eru til breytingar á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003, sem fela í sér að fella úr gildi verkefni stofnunarinnar á sviði póstmála.

• Lagt er til að þau ákvæði sem kveða á um verkefni og skyldur Póst- og fjarskiptastofnunar í lögum um stofnunina verði færð í lög um póstþjónustu, nr. 98/2019.

• Lagt er til að í lögum um Byggðastofnun, nr. 106/1999, verði kveðið á um að hlutverk Byggðastofnunar verði að annast framkvæmd laga um póstþjónustu. Þá er lagt til að gerðar verði tímabærar lagfæringar á lögum um Byggðastofnun er snúa að heimildum til að innheimta tiltekin þjónustugjöld, skýrslugjöf stofnunarinnar og fjárvörslu.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sveitarfélagið Skagafjörður - 30.10.2020

Bókun 937. fundar byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 28. október 2020.

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. október 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 223/2020, "Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna póstmála (flutningur póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar)". Byggðarráð tekur jákvætt í markmið frumvarpsins.

F.h. byggðarráðs

Sigfús Ingi Sigfússon

sveitarstjóri

Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - 04.11.2020

Hjálögð er umsögn stjórnar samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna póstmála (flutningur póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar), mál nr. 223/2020.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök atvinnulífsins - 04.11.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samband íslenskra sveitarfélaga - 04.11.2020

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Virðingarfyllst,

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Félag atvinnurekenda - 04.11.2020

Í viðhengi er umsögn Félags atvinnurekenda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 04.11.2020

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna póstmála (flutningur póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar).

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Kristinn Már Reynisson - 04.11.2020

Umsögn Íslandspósts ohf.

Viðhengi