Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.10.–4.11.2020

2

Í vinnslu

  • 5.11.2020–18.8.2021

3

Samráði lokið

  • 19.8.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-223/2020

Birt: 23.10.2020

Fjöldi umsagna: 7

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna póstmála (flutningur póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar).

Málsefni

Birt eru til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna tilfærslu póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið er hluti af heildaryfirferð á lagaumhverfi Póst- og fjarskiptastofnunar en stefnt er að því að það verði lagt fram samhliða frumvarpi til nýrra heildarlaga um Póst- og fjarskiptastofnun. Frumvarpið er þó byggt upp með þeim hætti að það geti staðið sjálfstætt, þ.e. óháð fyrirhuguðum breytingum á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun.

Tilgangur frumvarpsins, sem samið var í samvinnu við PFS og Byggðastofnun, er að mæla fyrir um lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til að færa stjórnsýslu og eftirlit með póstþjónustu frá PFS til Byggðastofnunar. Markmiðið er að Byggðastofnun hafi sömu heimildir og skyldur og PFS fyrir tilfærsluna og að áfram verði tryggð hagkvæm, skilvirk og áreiðanleg póstþjónustu um land allt og til og frá landinu

• Lagðar eru til breytingar á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003, sem fela í sér að fella úr gildi verkefni stofnunarinnar á sviði póstmála.

• Lagt er til að þau ákvæði sem kveða á um verkefni og skyldur Póst- og fjarskiptastofnunar í lögum um stofnunina verði færð í lög um póstþjónustu, nr. 98/2019.

• Lagt er til að í lögum um Byggðastofnun, nr. 106/1999, verði kveðið á um að hlutverk Byggðastofnunar verði að annast framkvæmd laga um póstþjónustu. Þá er lagt til að gerðar verði tímabærar lagfæringar á lögum um Byggðastofnun er snúa að heimildum til að innheimta tiltekin þjónustugjöld, skýrslugjöf stofnunarinnar og fjárvörslu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

srn@srn.is