Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.10.–5.11.2020

2

Í vinnslu

  • 6.2020–21.11.2021

3

Samráði lokið

  • 22.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-224/2020

Birt: 22.10.2020

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Drög að reglugerð um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla

Niðurstöður

Umsagnir bárust frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Creditinfo Lánstrausti hf. og Persónuvernd. Athugasemd Samtaka fjármálafyrirtækja laut að orðalagi 12. gr. reglugerðarinnar og var orðalagi reglugerðarinnar breytt til samræmis. Ekki voru gerðar athugasemdir við efni reglugerðarinnar af hálfu Persónuverndar. Umsögn Creditinfo Lánstrausts hf. var almenns eðlis og varðaði heimild þriðja aðila til vinnslu upplýsinga. Reglugerð nr. 1420/2020 um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla með tilliti til aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka var birt 15. desember 2020.

Málsefni

Dómsmálaráðuneytið óskar eftir umsögnum um reglugerð um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla.

Nánari upplýsingar

Reglugerðin gildir um tilkynningarskylda aðila samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tilgangur reglugerðarinnar er að tilgreina starfsheiti sem teljast til háttsettra opinberra starfa og setja reglur um útgáfu lista yfir starfsheitin. Tilgangur reglugerðarinnar er einnig að setja nánari reglur um ráðstafanir tilkynningarskyldra aðila vegna einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

postur@dmr.is