Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.10.–5.11.2020

2

Í vinnslu

  • 6.11.2020–

Samráði lokið

Mál nr. S-225/2020

Birt: 22.10.2020

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um birgðaskrárvottorð yfir hættuleg efni í skipum og breyting á reglugerð nr. 816/2001 um hafnarríkiseftirlit.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að tveimur reglugerðum sem ætlað er að innleiða þá hluta reglugerðar (ESB) nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa sem snúa að birgðaskrárvottorðum um borð í skipum.

Nánari upplýsingar

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013 frá 20. nóvember 2013 um endurvinnslu skipa og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1013/2006 og tilskipun 2009/16/EB var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 257/2018, frá 5. desember 2018. Reglugerðin hefur verið innleidd með lögum nr. 65/2017 sem gerðu breytingar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og með reglugerð nr. 777/2019 um endurvinnslu skipa sem sett hefur verið af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu samkvæmt heimild í lögum nr. 55/2003.

Í reglugerð (ESB) nr. 1257/2013 eru ákvæði sem varða skyldu til að viðhalda birgðaskrá um hættuleg efni um borð í skipum, þörf á vottorði þess efnis og um hafnarríkiseftirlit. Hér eru um að ræða ákvæði sem þurfa að vera innleidd með heimild í lögum um eftirlit með skipum, nr. 47/2003.

Í drögum um reglugerð um birgðaskrárvottorð yfir hættuleg efni í skipum eru ákvæði reglugerðar (ESB) nr. 1257/2013, sem varða birgðaskrárvottorð, innleidd. Þá er sérstaklega vísað til þess að skip sem falla undir gildissvið reglugerðarinnar skuli hafa birgðaskrá yfir hættuleg efni um borð og uppfylla aðrar kröfur samkvæmt II. bálki reglugerðar (ESB) nr. 1257/2013. Þá er gildissvið reglugerðarinnar afmarkað þannig að hún gildi um skip sem eru skráð á íslenska skipaskrá. Hún gildi þó ekki um skip sem eru undir 500 brúttótonnum eða skip sem á vistferli sínum sigla einungis um hafsvæði innan lögsögu íslenska ríkisins. Þá gildir reglugerðin ekki um herskip, hjálparskip í flota, varðskip eða önnur skip í eigu íslenska ríkisins og önnur skip sem rekin eru af íslenska ríkinu og eru einungis nýtt til annars en í atvinnuskyni. Samgöngustofa fer með eftirlit með reglugerðinni.

Í drögum að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 816/2011 um hafnarríkiseftirlit, með síðari breytingum, er 28. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1257/2013 innleidd í landsrétt. Er nýjum tölulið, 49. tölulið, bætt við IV. viðauka við reglugerð nr. 816/2011 um skírteini og skjöl sem krafist er að séu um borð og Samgöngustofa á að tryggja að séu skoðuð í hafnarríkiseftirliti. Eru vottorð um birgðaskrá yfir hættuleg efni eða yfirlýsing um reglufylgni, eftir því sem við á, samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 1257/2013, bætt við með hinum nýja tölulið.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is