Þrjár umsagnir bárust. Ekki þótti tilefni til breytinga á frumvarpinu í ljósi þeirra umsagna sem bárust.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.10.2020–09.11.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 17.11.2020.
Í frumvarpinu er lagðar til breytingar á lögum um vsk og lögum um fjársýsluskatt. Breytingarnar fela m.a. í sér afmörkun á undanþágu vsk vegna sölu á fjármálaþjónustu, framlengingu á 100% endurgreiðslu vsk af vinnu við íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði o.fl.
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt og lögum nr. 165/2011, um fjársýsluskatt.
Helstu efnisatriði frumvarpsins eru eftirfarandi:
1. Að vátryggingastarfsemi verði felld undir undanþáguákvæði 10. töluliðar 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt með annarri undanþeginni fjármálaþjónustu.
2. Að kveða skýrar á um undanþágu virðisaukaskatts vegna sölu fjármálaþjónustu og milligöngu um hana. Við afmörkun undanþágunnar verði litið til sambærilegs ákvæðis í norsku virðisaukaskattslögunum (n. merverdiavgiftsloven).
3. Að gerðar verði breytingar á ákvæðum laga um fjársýsluskatt vegna tillögu um að vátryggingarstarfsemi í 9. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt verði felld undir hugtakið fjármálaþjónusta í 10. tölul. sömu málsgreinar.
4. Að heimilt verði að endurgreiða skattaðila inneign í virðisaukaskatti þrátt fyrir að innsend skýrsla vegna fyrra uppgjörstímabils sé óafgreidd. Áfram verði þó óheimilt að endurgreiða inneign ef álagning á fyrri uppgjörstímabilum byggir á áætlun ríkisskattstjóra.
5. Að ákvæði til bráðabirgða XXIX í lögum um virðisaukaskatt verði lögfest á ný og gildistími þess verði afmarkaður frá og með 1. janúar 2021 til og með 31. desember 2023.
6. Að ákvæði til bráðabirgða XXXIII og XXXIV í lögum um virðisaukaskatt verði framlengd til og með 31. desember 2021.
Góðan daginn
Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Virðingarfyllst,
Bryndís Gunnlaugsdóttir
ViðhengiGott kvöld
Meðfylgjandi er umsögn Félags vinnuvélaeigenda.
kveðja,
Eyrún Arnarsdóttir,
viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI
ViðhengiGott kvöld,
meðfylgjandi er umsögn SA og SI um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um virðisaukaskatt og lögum um fjársýsluskatt (fjármálaþjónusta o.fl.), mál nr. 227/2020.
Virðingarfyllst,
Björg Ásta Þórðardóttir,
yfirlögfræðingur SI
Viðhengi