Samráð fyrirhugað 23.10.2020—09.11.2020
Til umsagnar 23.10.2020—09.11.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 09.11.2020
Niðurstöður birtar 17.11.2020

Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um fjársýsluskatt (fjármálaþjónusta o.fl.)

Mál nr. 227/2020 Birt: 23.10.2020 Síðast uppfært: 17.12.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Þrjár umsagnir bárust. Ekki þótti tilefni til breytinga á frumvarpinu í ljósi þeirra umsagna sem bárust.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.10.2020–09.11.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 17.11.2020.

Málsefni

Í frumvarpinu er lagðar til breytingar á lögum um vsk og lögum um fjársýsluskatt. Breytingarnar fela m.a. í sér afmörkun á undanþágu vsk vegna sölu á fjármálaþjónustu, framlengingu á 100% endurgreiðslu vsk af vinnu við íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði o.fl.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt og lögum nr. 165/2011, um fjársýsluskatt.

Helstu efnisatriði frumvarpsins eru eftirfarandi:

1. Að vátryggingastarfsemi verði felld undir undanþáguákvæði 10. töluliðar 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt með annarri undanþeginni fjármálaþjónustu.

2. Að kveða skýrar á um undanþágu virðisaukaskatts vegna sölu fjármálaþjónustu og milligöngu um hana. Við afmörkun undanþágunnar verði litið til sambærilegs ákvæðis í norsku virðisaukaskattslögunum (n. merverdiavgiftsloven).

3. Að gerðar verði breytingar á ákvæðum laga um fjársýsluskatt vegna tillögu um að vátryggingarstarfsemi í 9. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt verði felld undir hugtakið fjármálaþjónusta í 10. tölul. sömu málsgreinar.

4. Að heimilt verði að endurgreiða skattaðila inneign í virðisaukaskatti þrátt fyrir að innsend skýrsla vegna fyrra uppgjörstímabils sé óafgreidd. Áfram verði þó óheimilt að endurgreiða inneign ef álagning á fyrri uppgjörstímabilum byggir á áætlun ríkisskattstjóra.

5. Að ákvæði til bráðabirgða XXIX í lögum um virðisaukaskatt verði lögfest á ný og gildistími þess verði afmarkaður frá og með 1. janúar 2021 til og með 31. desember 2023.

6. Að ákvæði til bráðabirgða XXXIII og XXXIV í lögum um virðisaukaskatt verði framlengd til og með 31. desember 2021.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samband íslenskra sveitarfélaga - 09.11.2020

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Virðingarfyllst,

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Félag vinnuvélaeigenda - 09.11.2020

Gott kvöld

Meðfylgjandi er umsögn Félags vinnuvélaeigenda.

kveðja,

Eyrún Arnarsdóttir,

viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök iðnaðarins - 09.11.2020

Gott kvöld,

meðfylgjandi er umsögn SA og SI um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um virðisaukaskatt og lögum um fjársýsluskatt (fjármálaþjónusta o.fl.), mál nr. 227/2020.

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir,

yfirlögfræðingur SI

Viðhengi