Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.10.–12.11.2020

2

Í vinnslu

  • 13.11.2020–12.9.2021

3

Samráði lokið

  • 13.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-228/2020

Birt: 27.10.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að stefnu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Landsarkitektúr upplýsingaöryggis

Niðurstöður

Með hliðsjón af þeim umsögnum sem bárust var ákveðið að endurmeta verkefnið í heildstæðri endurskoðun.

Málsefni

Netöryggi er ein af grunnstoðum stafrænnar opinberrar þjónustu. Tryggja þarf að almenningur og fyrirtæki geti átt í öruggum samskiptum við opinbera aðila og geti treyst því að upplýsingar sem stofnanir hafa yfir að ráða séu vel varðveittar og meðferð þeirra sé með ábyrgum hætti.

Nánari upplýsingar

Landsarkitektúr um upplýsingaöryggi er ætlað að leiðbeina stofnunum um hvernig þær geti eflt netöryggi og samræmt vinnubrögð þvert á hið opinbera. Hann er einn af átta meginköflum í tækniarkitektúr opinberra aðila:

1. Arkitektúr er stjórnað á viðeigandi stigi út frá sameiginlegum ramma

2. Arkitektúr stuðlar að samræmingu, nýsköpun og skilvirkni

3. Arkitektúr og lagaumhverfi styðja hvort annað

4. Öryggi, friðhelgi og trúnaður er tryggður

5. Ferlar á milli opinberra aðila eru skilvirkir og sjálfvirkir

6. Gögnum er deilt á milli opinberra aðila og þau eru endurnýtt

7. Upplýsingatæknilausnir og kerfi vinna hnökralaust saman

8. Gögn eru afhent og þjónusta veitt með áreiðanlegum hætti

Landsarkitektúr um upplýsingaöryggi er því nánari skilgreining á meginkafla fjögur í tækniarkitektúrnum. Vinna við aðra kafla stendur yfir og verða þeir gefnir út eftir því sem verkinu miðar áfram og munu þannig mynda eina heild.

Við gerð landsarkitektúrs um upplýsingaöryggi var horft til þess sem önnur lönd innan Evrópu hafa gert í þessum málaflokki. Mest var horft til Norðurlandanna, þá sérstaklega til Danmerkur.

Gerð Landsarkitektúrs um upplýsingaöryggi fór fram undir stjórn fjármála- og efnahagsráðuneytisins í samvinnu við fulltrúa frá opinberum stofnunum og sveitarfélögum ásamt ráðgjafa í net- og upplýsingaröryggi.

Mikilvægt þótti að fá aðkomu mismunandi aðila til að kortleggja sameiginleg sjónarmið á kröfur til upplýsingaöryggis og var samráðshópurinn skipaður sérfræðingum frá Embætti landlæknis, Háskóla Íslands, Kópavogsbæ, Persónuvernd, Póst- og fjarskiptastofnun, Samgöngustofu, Tryggingastofnun ríkisins og utanríkisráðuneytinu.

Stefnt er á að gefa þetta rit út fyrir nk. áramót en horft er til þess að það verði endurskoðað reglulega í takti við örar breytingar í netöryggismálum og viðbrögðum við netógnum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (3)

Umsjónaraðili

Einar Birkir Einarsson

einar.birkir.einarsson@fjr.is