Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.10.–17.11.2020

2

Í vinnslu

  • 18.–18.11.2020

3

Samráði lokið

  • 19.11.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-229/2020

Birt: 27.10.2020

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust. Reglugerðin var birt í Stjórnartíðindum 18. febrúar 2021.

Málsefni

Gert er ráð fyrir að níu undirgerðum reglugerðar (ESB) 2016/1011 um fjárhagslegar viðmiðanir verði veitt gildi hér á landi 1. janúar 2021 samhliða fyrirhuguðum lögum um fjárhagslegar viðmiðanir.

Nánari upplýsingar

Efni gerðanna er eftirfarandi:

1. Reglugerð (ESB) 2016/1368, með breytingum samkvæmt reglugerðum (ESB) 2017/1147, 2017/2446, 2018/1557 og 2019/482: Reglugerðin setur fram lista yfir þýðingarmiklar viðmiðanir samkvæmt 20. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1011.

2. Reglugerð (ESB) 2018/64: Reglugerðin útfærir hvernig metið skuli hvort annmarkar á viðmiðun geti haft veruleg neikvæð áhrif á heildarvirkni markaðar, fjármálastöðugleika, neytendur, raunhagkerfið eða fjármögnun heimila eða fyrirtækja í skilningi iii-liðar c-liðar 1. mgr. 20. gr. reglugerðar 2016/1011.

3. Reglugerð (ESB) 2018/65: Reglugerðin útfærir hvenær vísitala telst hafa verið gerð almenningi aðgengileg í skilningi a-liðar 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar 2016/1011 og hvað telst til þess að stjórna fyrirkomulagi við ákvörðun viðmiðunar í skilningi a-liðar 5. tölul. sömu málsgreinar.

4. Reglugerð (ESB) 2018/66: Reglugerðin útfærir hvernig ákvarða eigi virði fjármálagerninga, samninga og fjárfestingarsjóða sem vísa til viðmiðunar. Flokkun viðmiðunar samkvæmt reglugerð (ESB) 2016/1011 byggist meðal annars á virði fjármálagerninga, samninga og fjárfestingarsjóða sem vísa til hennar.

5. Reglugerð (ESB) 2018/67: Reglugerðin útfærir hvernig metið skuli hvort afnám eða breyting á viðmiðun til að fullnægja kröfum reglugerðar (ESB) 2016/1011 bryti gegn skilmálum í samningi eða fjármálagerningi eða reglum fjárfestingarsjóðs sem vísa til viðmiðunarinnar í skilningi 4. mgr. 51. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1011. Samkvæmt 4. mgr. 51. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1011 getur lögbært yfirvald heimilað áframhaldandi not viðmiðunar sem var þegar í notkun þótt hún fullnægi ekki kröfum reglugerðarinnar ef afnám eða breyting á henni bryti gegn skilmálum í samningi eða fjármálagerningi eða reglum fjárfestingarsjóðs sem vísa til viðmiðunarinnar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

gunnlaugur.helgason@fjr.is