Samráð fyrirhugað 27.10.2020—17.11.2020
Til umsagnar 27.10.2020—17.11.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 17.11.2020
Niðurstöður birtar 19.11.2020

Drög að reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir

Mál nr. 229/2020 Birt: 27.10.2020 Síðast uppfært: 19.02.2021
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust. Reglugerðin var birt í Stjórnartíðindum 18. febrúar 2021.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 27.10.2020–17.11.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 19.11.2020.

Málsefni

Gert er ráð fyrir að níu undirgerðum reglugerðar (ESB) 2016/1011 um fjárhagslegar viðmiðanir verði veitt gildi hér á landi 1. janúar 2021 samhliða fyrirhuguðum lögum um fjárhagslegar viðmiðanir.

Efni gerðanna er eftirfarandi:

1. Reglugerð (ESB) 2016/1368, með breytingum samkvæmt reglugerðum (ESB) 2017/1147, 2017/2446, 2018/1557 og 2019/482: Reglugerðin setur fram lista yfir þýðingarmiklar viðmiðanir samkvæmt 20. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1011.

2. Reglugerð (ESB) 2018/64: Reglugerðin útfærir hvernig metið skuli hvort annmarkar á viðmiðun geti haft veruleg neikvæð áhrif á heildarvirkni markaðar, fjármálastöðugleika, neytendur, raunhagkerfið eða fjármögnun heimila eða fyrirtækja í skilningi iii-liðar c-liðar 1. mgr. 20. gr. reglugerðar 2016/1011.

3. Reglugerð (ESB) 2018/65: Reglugerðin útfærir hvenær vísitala telst hafa verið gerð almenningi aðgengileg í skilningi a-liðar 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar 2016/1011 og hvað telst til þess að stjórna fyrirkomulagi við ákvörðun viðmiðunar í skilningi a-liðar 5. tölul. sömu málsgreinar.

4. Reglugerð (ESB) 2018/66: Reglugerðin útfærir hvernig ákvarða eigi virði fjármálagerninga, samninga og fjárfestingarsjóða sem vísa til viðmiðunar. Flokkun viðmiðunar samkvæmt reglugerð (ESB) 2016/1011 byggist meðal annars á virði fjármálagerninga, samninga og fjárfestingarsjóða sem vísa til hennar.

5. Reglugerð (ESB) 2018/67: Reglugerðin útfærir hvernig metið skuli hvort afnám eða breyting á viðmiðun til að fullnægja kröfum reglugerðar (ESB) 2016/1011 bryti gegn skilmálum í samningi eða fjármálagerningi eða reglum fjárfestingarsjóðs sem vísa til viðmiðunarinnar í skilningi 4. mgr. 51. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1011. Samkvæmt 4. mgr. 51. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1011 getur lögbært yfirvald heimilað áframhaldandi not viðmiðunar sem var þegar í notkun þótt hún fullnægi ekki kröfum reglugerðarinnar ef afnám eða breyting á henni bryti gegn skilmálum í samningi eða fjármálagerningi eða reglum fjárfestingarsjóðs sem vísa til viðmiðunarinnar.