Umsagnarfrestur er liðinn (28.10.2020–11.11.2020).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Með frumvarpinu er lagt til að ýmis stjórnsýsluverkefni verði færð frá Neytendastofu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Póst- og fjarskiptastofnunar.
Í frumvarpinu eru gerðar tillögur til breytinga á lögum um Neytendastofu nr. 62/2005, með síðari breytingum, lögum um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nr. 137/2019 og laga sem Neytendastofa annast framkvæmd á sviði vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu og mælifræði. Með frumvarpinu er lagt til að stjórnsýsluverkefni á sviði vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu og mælifræði verði færð frá Neytendastofu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þá er lagt til að stjórnsýsluverkefni á sviði rafrænnar auðkenningar og traustþjónustu verði færð til Póst- og fjarskiptastofnunar.
Varðandi stjórnsýsluverkefni á sviði rafrænnar auðkenningar og Traustþjónustu = eftirlit
Þegar lögin 28/2001 um rafrænar undirskriftir voru samþykkt þá héldu menn í alvöru að flóðgáttir mundu opnast í notkun rafrænna skilríkja til auðkenningar og undirritunar. Nú nær 20 árum síðar þá er notkun rafrænna skilríkja til unirritunar enn mjög takmörkuð og því ætti að nýta þessar lagabreytingar til alvarlegrar naflaskoðunar hvers vegna svo er.
Hugsanlega gæti eftirlitshlutverkið stutt vottunarstöðvarnar betur í auka traust almennings til rafrænnar auðkenningar með PKI skilríkjum og þar með stuðlað að meiri notkun?
Ég sá um eftirlitið hjá Löggildingarstofu, las þá staðla sem eru í viðhenginu og flest annað tengt rafrænum undirritunum. Það er bjargföst skoðun mín að ef auka á notkun öruggra rafrænna auðkenninga þá þurfi eftirlitið að vera á höndum einhvers með breiðan tæknibakgrunn og mikla þekkingu á upplýsingaöryggi. Lögfræðingur sem einungis horfir á tyrfin lagatextan frá Brussel mun frekar draga úr en örva notkun rafrænna skilríkja á Íslandi.
Eftirlitið í lögunum snýst um öryggi sbr. „stressed the importance of the security of electronic services, especially of electronic signatures“ ESB - 910/2014
10.11.2020
Grímur Kjartansson – 66 ára atvinnulaus
GSM 8969894
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Neytendasamtakanna um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Neytendastofu nr 62/2005 ofl.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Neytendastofu nr. 62/2005 og fleiri lögum (endurskoðun stjórnsýslu neytendamála).
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráð um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Neytendastofu nr. 62/2005 og fleiri lögum.
Viðhengi