Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–24.11.2020

2

Í vinnslu

  • 25.11.2020–26.8.2021

3

Samráði lokið

  • 27.8.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-232/2020

Birt: 4.11.2020

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að frumvarpi til nýrra laga um greiðsluþjónustu (PSD2, greiðsluvirkjun, reikningsupplýsingaþjónusta, sterk sannvottun, öryggismál, breyting á lögum um útgáfu og meðferð rafeyris)

Niðurstöður

Frumvarpið var samþykkt sem lög um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021. Í 5. kafla í greinargerð með frumvarpi til laganna er fjallað um samráð í samráðsgátt stjórnvalda.

Málsefni

Fjármála-og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til innleiðingar á tilskipun (ESB) 2015/2366 um greiðsluþjónustu á innri markaðnum (PSD2).

Nánari upplýsingar

Áformin um þessa lagasetningu voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 16. júlí 2020. Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um greiðsluþjónustu. Með því er lagt til að ákvæði tilskipunar (ESB) 2015/2366 um greiðsluþjónustu á innri markaðnum (PSD2) verði innleidd í íslenskan rétt. Jafnframt eru lagðar til einstakar breytingar á lögum um útgáfu og meðferð rafeyris nr. 17/2013, sem einnig byggjast á efni tilskipunarinnar.

Helstu breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru í fyrsta lagi að nýir greiðsluþjónustuveitendur, greiðsluvirkjandi og reikningsupplýsingaþjónustuveitandi, sem jafnframt eru greiðslustofnanir verða til. Í öðru lagi munu bankar þurfa að veita hinum nýjum greiðsluþjónustuveitendum aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina úr kerfum sínum án fyrirliggjandi samnings þar um, að því gefnu að skýlaust samþykki eiganda greiðslureiknings sé til staðar. Í þriðja lagi eru gerðar auknar öryggiskröfur til greiðsluþjónustuveitenda. Þær birtist í því að greiðsluþjónustuveitandi skal krefjast sterkrar sannvottunar hjá greiðanda þegar um er að ræða fjarsamskipti og því að banki og hinir nýju greiðsluþjónustuveitendur skulu eiga í öruggum samskiptum í samræmi við reglur sem Seðlabanka Íslands skal setja. Reglur Seðlabanka Íslands munu fela í sér innleiðingu á framseldri reglugerð Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/389 sem kveður á um tæknistaðla fyrir sterka sannvottun og örugga sameiginlega opna samskiptastaðla. Jafnframt er greiðsluþjónustuveitendum gert að viðhafa eftirlitskerfi rekstrar-og öryggisáhættu og viðbragðsáætlun vegna alvarlegra frávika. Hinar auknu öryggiskröfur ásamt breytingum sem fela í sér aukna upplýsingagjöf af hálfu greiðsluþjónustuveitenda mun fela í sér aukna neytendavernd og tryggja öruggari greiðslumiðlun.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

fjr@fjr.is