Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–16.11.2020

2

Í vinnslu

  • 17.11.2020–13.9.2021

3

Samráði lokið

  • 14.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-233/2020

Birt: 3.11.2020

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneyti vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018

Niðurstöður

Niðurstöður samráðs um drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (mennta- og menningarmál).

Málsefni

Frumvarpinu er ætlað að gera nauðsynlegar breytingar á ákvæðum laga sem heyra undir málefnasvið mennta- og menningarmálaráðuneytis til að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga skv. lögunum samræmist persónuverndarlögum.

Nánari upplýsingar

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til samráðs drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum sem heyra undir ráðuneytið vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Tilefni þessa frumvarps eru ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem tóku gildi 15. júlí 2018 á Alþingi, en með þeim lögum var persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (ESB) 2016/679 innleidd í íslenskan rétt. Upphaflega var gert ráð fyrir því að lögin yrðu safnlög en horfið var frá því eftir að komist var að því að gera þyrfti ýmsar efnislegar breytingar á ákvæðum sérlaga á málefnasviðum Stjórnarráðsins. Hverju ráðuneyti var gert að gera þær breytingar á lögum sem heyra undir það svo að ákvæði er kveða á um vinnslu persónuupplýsinga samrýmist lögum nr. 90/2018, sbr. reglugerð ESB 2016/679. Í framhaldinu var hverju og einu ráðuneyti falið að taka til endurskoðunar ákvæði sérlaga sem falla undir málefnasvið viðkomandi ráðuneytis til samræmis við ný lög. Með frumvarpi þessu er ætlað að gera nauðsynlegar breytingar á ákvæðum laga sem heyra undir málefnasvið mennta- og menningarmálaráðuneytis til þess að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt þeim lögum samræmist kröfum laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Markmið frumvarpsins er að tryggja að þeir aðilar sem vinna með persónuupplýsingar samkvæmt þeim lögum sem heyra undir málefnasvið mennta- og menningarmálaráðuneytis hafi viðeigandi heimildir í samræmi við kröfur laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Um er að ræða breytingar á lögum nr. 90/2008 um leikskóla, lögum nr. 91/2008 um grunnskóla, lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla, lögum nr. 91/2015 um Menntamálastofnun, íþróttalögum nr. 64/1998, bókasafnslögum nr. 150/2012, lögum nr. 129/1990 um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, lögum nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, lögum nr. 38/2011 um fjölmiðla og lögum nr. 63/2006 um háskóla.

Margir lagabálkar á málefnasviðum ráðuneytisins fela í sér lögbundna þjónustu við börn og ungmenni í tengslum við menntastofnanir, þar á meðal lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla. Mikilvægt er að lagastoð fyrir vinnslu persónuupplýsinga á þessu sviði sé skýr og að heimild til vinnslu persónuupplýsinga grundvallist á lagaheimild.

Frumvarpið felur ekki í sér breytingar á þjónustu við einstaklinga sem eiga í hlut eða aukið umfang stofnana. Verið er að styrkja og skýra þær lagastoðir sem fyrir eru svo að stofnanir sem vinna með persónuupplýsingar geti sinnt lögbundnu hlutverki, sérstaklega þegar kemur að vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Engin skráður umsjónaraðili.