Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–16.11.2020

2

Í vinnslu

  • 17.–16.11.2020

3

Samráði lokið

  • 17.11.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-235/2020

Birt: 4.11.2020

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Frumvarp til laga um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn í skattalagabrotum (tvöföld refsing, málsmeðferð)

Niðurstöður

Frumvarpið er samið af vinnuhóp og hefur að geyma þær tillögur að lagabreytingum sem best þóttu fallnar til að ná þeim markmiðum sem vinnuhópnum var falið að útfæra og mótun stefnu til framtíðar. Tillögurnar eiga að ná því markmiði með skýrari verkaskiptingu þeirra embætta sem koma að rannsókn og saksókn skattalagabrota og skjótari málsmeðferð þeirra mála. Með skýrara stofnanafyrirkomulagi, sem meðal annars felur í sér einfaldari og styttri málsmeðferðartíma, er stefnt að því að styrkja enn frekar eftirlit og rannsóknir á skattundanskotum.

Málsefni

Frumvarp vinnuhóps um breytingar á efnisreglum, stofnanauppbyggingu og samstarfi sem hafa mun í för með sér að tvöföldum refsingum verður ekki beitt við rannsókn og saksókn skattalagabrota.

Nánari upplýsingar

Meðal tillagna frumvarpsins er að útiloka að álagi verði beitt samhliða stjórnvaldssektum eða refsingum vegna skattalagabrota. Jafnframt er lagt til að embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins verði sérstök eining innan Skattsins, sem sameinist embætti ríkisskattstjóra. Til viðbótar felast í frumvarpinu ýmsar tillögur um að skýra nánar fyrirkomulag rannsóknar í kjölfar skattalagabrota sem eiga að stuðla að því að gera kerfið gagnsærra og skilvirkara. Er þar reynt að styrkja réttaröryggi einstaklinga við rannsókn skattalagabrota og þar einkum horft til styttingar málsmeðferðartíma og einföldunar málsmeðferðar. Er þar jafnframt höfð hliðsjón af því sem fram hefur komið í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu að öruggasta leiðin til að tryggja að ekki sé brotið gegn 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu sé að beita ekki álagi samhliða refsingu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is