Samráð fyrirhugað 09.11.2020—25.11.2020
Til umsagnar 09.11.2020—25.11.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 25.11.2020
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til nýrra laga um markaðssvik

Mál nr. 241/2020 Birt: 09.11.2020 Síðast uppfært: 19.11.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (09.11.2020–25.11.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til nýrra laga um markaðssvik. Frumvarpinu er ætlað að innleiða í íslenskan rétt ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR).

Mikilvægi þess að hugað sé að heilleika markaðarins og fjárfestavernd kom bersýnilega í ljós í fjármálaáfallinu 2008. Hluti af viðbrögðum G20 ríkjanna var að ákveða að efla eftirlit og samræma viðurlög við brotum á verðbréfamarkaði. Meðal annars með tilliti til þessa samþykkti Evrópusambandið nýjar reglur um markaðssvik í formi annars vegar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB og tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 2003/124/EB, 2003/125/EB og 2004/72/EB (MAR) og hins vegar tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/57/ESB um refsingar vegna markaðssvika (MAD2). MAD2 fjallar um lágmarksrefsingar vegna markaðssvika, en refsingar falla ekki innan gildissviðs EES-samningsins og var MAD2 því ekki tekin upp í samninginn. Óháð því þá er mikilvægt að sambærilegar refsingar séu við markaðssvikum hér á landi og innan ESB og var því við smíði frumvarpsins höfð hliðsjón af ákvæðum MAD2.

Í samræmi við nýlega þróun í lagasetningu á fjármálamarkaði hér á landi er lagt til að sett verði sérlög um markaðssvik og að gildandi ákvæði um sama efni í lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, verði felld brott. En þau ákvæði byggja á eldri Evrópureglum á sama sviði, nánar tiltekið á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB um innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun (MAD1).

Í kjölfar innleiðingar MAR í íslenskan rétt munu sömu reglur gilda um markaðssvik hér á landi og í Evrópu. Það stuðlar að heilleika evrópsks verðbréfamarkaðar, samræmir refsingar við brotum og kemur þannig í veg fyrir eftirlitshögnun (e. regulatory arbitrage), þ.e. að markaðsaðilar fari í kringum reglur um markaðssvik með því að stunda viðskipti sín fremur í einu aðildarríki en öðrum til að falla undir vægari kröfur eða um brot gildi vægari viðurlög.

Helstu breytinga sem felast í MAR frá gildandi rétti er að:

1. Gildissviðið er rýmra og falla nú m.a. fjármálagerningar í viðskiptum á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) eða skipulega markaðstorgi (OFT) undir gildissviðið reglnanna, hið sama á við um viðskipti á tilteknum mörkuðum með losunarheimildir. Hið nýja gildissviðið tekur mið af þeirri þróun sem hefur orðið á fjármálamarkaði og helst í hendur við

2. Sá lágmarkstími sem útgefanda ber að birta og á vefsetri sínu innherjaupplýsingar lengist úr einu ári í fimm ár.

3. Upplýsingaskylda vegna frestunar á birtingu breytt með þeim hætti að það ber að upplýsa markaðinn þegar innherjaupplýsingar verða til - eins fljótt og auðið er og á jafnréttisgrundvelli.

4. Nýjar heimildir fyrir fjármálafyrirtæki til að fresta birtingu upplýsinga til þess að vernda efnahagsstöðugleika.

5. Fjallað er sérstaklega um markaðsþreifingar (e. market sounding), sem fela í sér miðlun upplýsinga um fyrirhuguð viðskipti og skilmála þeirra, eins og til dæmis umfang og kjör, sem hafa ekki verið gerðar opinberar, í þeim tilgangi að kanna áhuga hugsanlegra fjárfesta til viðskiptanna.

6. Reglum um viðskipti fruminnherja og fjárhagslegra tengdra aðila er breytt.

7. Flokkun innherja breytist og hið sama á við um innherjalista. MAR gerir t.d. ráð fyrir að innherjalistar geti verið tvískiptir, þ.e. í varanlega innherja og atviksbundna innherja. Auk þess þurfa útgefendur og aðilar sem starfa fyrir þeirra hönd eða á þeirra vegum (s.s. ráðgjafar) að viðhalda innherjalistum.

8. Ákvæði um milligöngu fjármálafyrirtækis falla brott.

9. Ákvæði um rannsóknarskyldu og tilkynningarskyldu fruminnherja falla brott.

10. Útgefendur á vaxtarmarkaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki undanþegnir því að gera innherjalista að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

11. Lögbærum yfirvöldum eru veittar auknar valdheimildir til rannsókna.

12. Komið er á samræmdum viðmiðum um lágmarks stjórnsýsluviðurlög við brotum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök fjármálafyrirtækja - 25.11.2020

Meðfylgjandi er umsögn SFF um drög að frumvarpi til laga um markaðssvik.

Virðingarfyllst,

Margrét Arnheiður Jónsdóttir, lögfræðingur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Ólafur Arinbjörn Sigurðsson - 25.11.2020

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um markaðssvik

Afrita slóð á umsögn

#3 Ólafur Arinbjörn Sigurðsson - 25.11.2020

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um markaðssvik

Viðhengi