Samráð fyrirhugað 10.11.2020—23.11.2020
Til umsagnar 10.11.2020—23.11.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 23.11.2020
Niðurstöður birtar 16.09.2021

Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003.

Mál nr. 242/2020 Birt: 10.11.2020 Síðast uppfært: 16.09.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003, var lagt fyrir Alþingi á 151. löggjafarþingi (sjá 509. mál). Umfjöllun um niðurstöður samráðs sem fram fór um frumvarpið er að finna í greinargerð þess.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 10.11.2020–23.11.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.09.2021.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003. Frumvarpið hefur að geyma ákvæði um eldisgjald og rafræna vöktun í höfnum. Þá er það jafnframt til innleiðingar á ákvæðum EES-gerðar um þjónustu í höfnum og gagnsæi í fjármálum hafna.

Frumvarpi þessu er ætlað að innleiða ákvæði reglugerðar (ESB) 2017/352 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir. Lagðar eru til breytingar að því er varða gjaldtöku hafna, þ.e. að höfnum, sem eru innan samevrópska flutninganetsins, sé skylt að eiga samráð við notendur hafna um gjaldtöku sína. Þær skuli jafnframt veita notendum hafna upplýsingar um breytingar á eðli eða fjárhæð hafnargjalds a.m.k. tveimur mánuðum áður en breytingarnar taka gildi. Þá er mælt fyrir um að gjaldskrárákarðanir hafna innan samevrópska flutninganetsins verði kæranlegar til Samgöngustofu. Íslenskar hafnir í samevrópska flutninganetinu eru Faxaflóahafnir/Sundahöfn, Höfnin á Seyðisfirði, Hafnir Fjarðabyggðar/Mjóeyrarhöfn, Reyðarfirði, Höfnin í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn. Þá er lagt til að allar hafnir, sem falla undir gildissvið hafnalaga, verði heimilað að veita umhverfisafslætti.

Í frumvarpinu er einnig að finna ákvæði um rafræna vöktun í höfnum. Á mörgum hafnarsvæðum er viðhaft myndavélaeftirlit. Þá er algengt að rauntímaefni myndavélanna sé sýnt á vefsíðum hafna í því skyni að leyfa bátaeigendum að fylgjast með bátum sínum og veðurlagi. Hafa skipstjórnarmenn, sem eru á leið til hafnar, einnig notað þessar upplýsingar til að sjá hvar laus pláss við hafnir séu. Þörf er á lagaheimild fyrir vinnslu persónuupplýsinga svo að gildandi réttur fullnægi skyldum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Loks mælir frumvarpið fyrir um nýtt ákvæði í 17. gr. hafnalaga um gjöld, um svokallað eldisgjald. Fiskeldisfyrirtæki eiga í viðskiptum við hafnir víðs vegar um landið. Einn þátturinn í starfsemi fiskeldisfyrirtækja varðar flutning eldisfisks um hafnir, þ.e. umskipun, lestun og losun. Sumar hafnir hafa byggt gjaldtöku vegna þessarar starfsemi í höfnum á ákvæði um aflagjald, þ.e. e-lið 2. mgr. 17. gr. laganna. Þar segir að höfnum sé í gjaldskrá heimilt að innheimta aflagjald af sjávarafurðum sem umskipað er, lestaðar eru eða losaðar í höfnum. Ágreiningur hefur verið uppi um lögmæti þessarar gjaldtöku þar sem hún nái samkvæmt orðum sínum til afla sjávarútvegsfyrirtækja en ekki til eldisfisks frá fiskeldisfyrirtækjum. Að mati ráðuneytisins er þörf á því að leysa úr þessari réttaróvissu. Eldisgjald er gjald sem tekið er fyrir eldisfisk í sjókvíum sem umskipað er, lestaður er eða losaður í höfnum. Um er að ræða þjónustugjald sem hafnir geta mælt fyrir um í gjaldskrám en í ákvæðinu er skýrt hvaða þætti í rekstri hafna gjaldinu er ætlað að standa undir.

Innsendar umsagnir

#1 - 19.11.2020

Umsögn barst en birtist ekki í gáttinni samkvæmt ákvörðun ábyrgðaraðila samráðsmálsins. Upplýsingalög gilda, sjá nánar í Um samráðsgáttina

Afrita slóð á umsögn

#2 Reykjaneshöfn - 20.11.2020

Á 246. fundi Stjórnar Reykjaneshafnar fimmtudaginn 19. nóvember 2020 var bókað eftirfarandi í dagskrálið 3.b:

Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar frumvarp til breytingu á hafnalögum nr. 61/2003. Hafnasamband Íslands hefur lagt fram umsögn um drögin sem liggja fyrir á fundinum. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar tekur að fullu undir þær athugasemdir og tillögur sem fram koma í umsögn Hafnasambands Íslands um frumvarp til breytingar á hafnalögum nr. 61/2003. Stjórn Reykjaneshafnar hvetur ráðherra samgöngumála að horfa til þeirrar umsagnar við endanlega útfærslu frumvarpsins. Samþykkt samhljóða.

Afrita slóð á umsögn

#3 Hafnasamband Íslands - 20.11.2020

Í viðhengi er rétt útgáfa af umsögn Hafnasambands Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Norðurþing - 23.11.2020

Skipulags- og framkvæmdaráð í Norðurþingi tekur undir eins og segir í 6. gr. B lið í umsögn Hafnasambandsins.

Að mikilvægt er að skerpa á ákvæðum hafnalaga um farþegagjald, sem hafa valdið ágreiningi og deilum í mörgum höfnum. Hafsækin ferðaþjónusta hefur vaxið hratt síðustu ár og farþegagjaldinu ætlað að standa undir skilgreindum fjárfestingu eldri og nýrri aðstöðu vegna nýrrar þjónustugreinar.

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Tálknafjarðarhreppur - 23.11.2020

Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Vesturbyggð - 23.11.2020

Meðfylgjandi er umsögn Vesturbyggðar um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Samband íslenskra sveitarfélaga - 23.11.2020

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Virðingarfyllst,

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Múlaþing - 23.11.2020

Umsögn Múlaþings við frumvarpi til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun)

Eftir að hafa yfirfarið drög að frumvarpi til breytinga á hafnalögum tekur Múlaþing undir umsagnir Hafnasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi umrædd drög og þá einkum varðandi greinar 1, 2 og 3.

Að mati Múlaþings eru greinar 1 og 3 mjög til bóta en sveitarfélagið telur æskilegt að í gr. 1 verði skýrar kveðið á um hvernig og til hverra megi miðla upplýsingum fengnum með rafrænni vöktun (s.s. til notenda hafna og í rauntíma). Sömuleiðis verði nánar útfært hvernig eldisgjald, samkvæmt 3.gr., skuli reiknað út.

Hvað 2.gr. varðar, er lýtur að höfnum innan samevrópska flutningsnetsins, þá er mikilvægt að tekið verði tillit til íslenskra aðstæðna í þessu sambandi. Mikill munur er á þeim höfnum í Evrópu, er falla undir þetta ákvæði, og þeim íslensku hvað umfang flutninga varðar og verður að gæta þess sérstaklega að ákvæði varðandi gjaldtökusamráð hafi þar ekki íþyngjandi áhrif.

F.h. Múlaþings

Björn Ingimarsson

sveitarstjóri

Afrita slóð á umsögn

#9 Samtök ferðaþjónustunnar - 23.11.2020

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er sameiginleg umsögn Samtaka atvinnulífsins (SA), Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003.

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Bestu kveðjur

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Fjarðabyggðarhafnir - 23.11.2020

Meðfylgjandi er umsögn Fjarðabyggðarhafna um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) - 23.11.2020

Meðfylgjandi er umsögn SFS

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Eimskip Ísland ehf. - 23.11.2020

Sjá meðfylgjandi viðhengi. En í því er umsögn okkar um frumvarp til hafnarlaga 61_2003

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Vestfjarðastofa ses. - 23.11.2020

Umsögn Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga

Viðhengi