Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–25.11.2020

2

Í vinnslu

  • 26.11.2020–27.6.2021

3

Samráði lokið

  • 28.6.2021

Mál nr. S-243/2020

Birt: 11.11.2020

Fjöldi umsagna: 9

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Áform um ný lög um mat á umhvefisáhrifum framkvæmda og áætlana

Niðurstöður

Frumvarp birt í samráðsgátt, mál nr. 30/2021

Málsefni

Kynnt eru áform um setningu nýrra heildarlaga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana. Með lögunum verða sameinuð í eitt lög um mat á umhverfisáhrifum og lög um umhverfismat áætlana auk þess sem ferli við mat á umhverfisáhrifum verður einfaldað og þátttökuréttindi almennings elfd.

Nánari upplýsingar

Starfshópur vinnur að heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Meginmarkmiðin með heildarendurskoðuninni eru að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferli mats á umhverfisáhrifum. Í aukinni skilvirkni getur m.a. falist samþætting á ferli mats á umhverfisáhrifum framkvæmda við ferli skipulagsgerðar og umhverfisáhrifum áætlana auk leyfisveitingaferlis. Vegna þessa þarf einnig að taka önnur lög til skoðunar, þ.e. skipulagslög, lög um umhverfismat áætlana, sérlöggjöf um leyfisskylda starfsemi og framkvæmdir og stjórnsýslulög. Við heildarendurskoðunina ber að hafa í huga að lögin fela í sér innleiðingu á grunntilskipun 2011/92/ESB um mat á umhverfisáhrifum. Tilskipun 2011/92/ESB eins og henni var breytt með tilskipun 2014/52/ESB mælir fyrir um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda sem líklegt er að hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Til að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu er stefnt að því að kynningar og samráð við almenning og aðra sem hagsmuna hafa að gæta fari fram með rafrænni gátt. Þannig má stuðla að því að athugasemdir komi fram sem fyrst í ferli mats á umhverfisáhrifum. Þá má bæta framsetningu og skýrleika laganna í heild og gera þau aðgengilegri.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

magnus.baldursson@uar.is