Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–30.11.2020

2

Í vinnslu

  • 1.–14.12.2020

3

Samráði lokið

  • 15.12.2020

Mál nr. S-244/2020

Birt: 11.11.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lyf og lækningavörur

Reglugerð um skipan, hlutverk og starfsemi lyfjanefndar Landspítalans og lyfjanefndar Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu

Niðurstöður

Umsagnir frá tveimur umsagnaraðilum bárust. Ráðuneytið yfirfór athugasemdir en ekki þótti ástæða til að taka tillit til þeirra. Reglugerðin hefur verið send til stjórnartíðinda til birtingar og mun taka gildi 1. janúar 2021

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir umsögnum um nýja reglugerð um skipan, hlutverk og starfsemi lyfjanefndar Landspítalans og lyfjanefndar Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Samráði lýkur þann 30. nóvember næstkomandi.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt 2. mgr. 46. gr. nýrra lyfjalaga nr. 100/2020 skal ráðherra setja reglugerð um skipan, hlutverk og starfsemi lyfjanefndar Landspítala og lyfjanefndar Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.

Reglugerðin kveður m.a. á um hvernig skipa skuli lyfjanefndir stofnananna, fjölda nefndarmanna og hæfnisskilyrði þeirra, verklag nefndanna og hvernig nefndirnar skulu haga samvinnu sín á milli.

Þá er kveðið á um hlutverk nefndanna en báðar nefndirnar eiga það sameiginlegt að eiga að vinna að öruggri og skynsamlegri notkun lyfja. Hlutverk nefndanna og verkefni þeirra eru nánar útfærð í III. og IV. kafla reglugerðarinnar en jafnframt má benda á að hlutverk nefndanna hefur verið skilgreint í 44. og 45. gr. nýrra lyfjalaga nr. 100/2020.

Gert er ráð fyrir að gildistaka reglugerðarinnar verði 1. janúar 2021, en á sama tíma öðlast ný lyfjalög, nr. 100/2020, gildi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa innviða heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is