Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.–27.11.2020

2

Í vinnslu

  • 28.11.2020–1.2.2021

3

Samráði lokið

  • 2.2.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-245/2020

Birt: 12.11.2020

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fjölskyldumál

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins nr. 83/2003 (Greiningar- og ráðgjafarstöð)

Niðurstöður

Þrjár umsagnir bárust innan athugasemdafrests frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Landssamtökunum Þroskahjálp og Akureyrarbæ. Sjá niðurstöðuskjal til nánari upplýsinga.

Málsefni

Félags- og barnamálaráðherra kynnir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Það er liður í endurskoðun á löggjöf um málefni barna sem tengist m.a. samþættingu þjónustu í þágu barna.

Nánari upplýsingar

Frá árinu 2018 hefur umfangsmikil vinna átt sér stað innan stjórnsýslunnar og á vettvangi þingmannanefndar um málefni barna, með virku samráði við hagsmunaaðila, við að greina stöðu barna og hvernig auka megi farsæld barna í samfélaginu. Meðal helstu niðurstaða úr þessari vinnu er að brýnt sé að bæta snemmtækan stuðning við börn og efla samvinnu þeirra sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu.

Til að koma til móts við þessar niðurstöður hefur verið unnið að fjölbreyttum verkefnum, þ.m.t. tillögum að breytingum á löggjöf um þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Ber þar helst að nefna frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en með því eru lagðar til grundvallarbreytingar á umgjörð samvinnu þeirra sem veita börnum og barnafjölskyldum þjónustu. Til að styðja við breytingarnar hefur jafnframt verið unnið að nýju skipulagi stofnana ríkisins á sviði velferðarmála.

Þessar breytingar kalla á endurskoðun og uppfærslu á verkefnum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Í frumvarpinu sem hér er kynnt almenning er lagt til að gerðar verði breytingar á gildandi lögum um stofnunina til að skýra hlutverk hennar í samþættri þjónustu í þágu barna. Lagt er til að settur verði skýrari rammi utan um markhópa stofnunarinnar og lögð áhersla á stuðnings- og leiðbeiningahlutverk stofnunarinnar gagnvart þjónustuveitendum, einkum sveitarfélögum. Þá eru lagðar til breytingar á gildandi löggjöf sem endurspegla tilkomu nýrra stofnana félagsmálaráðuneytisins, Barna- og fjölskyldustofu og Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.

Endurskoðun lagaumhverfis stofnunarinnar var jafnframt talin kalla á að hugtakanotkun yrði tekin til sérstakrar skoðunar. Löggjöf um stofnunina hefur lítið verið breytt frá setningu gildandi laga nr. 83/2003 um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þrátt fyrir að ytra umhverfi hennar hafi breyst, t.d. með tilkomu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Felur frumvarpið því í sér nokkrar breytingar á skilgreiningum og hugtakanotkun, þ.m.t. tillögu að breytingum á nafni hennar.

Meginefni frumvarpsins er eftirfarandi:

1. Breyting á nafni stofnunarinnar í Greiningar- og ráðgjafarstöð.

2. Breytingar á skilgreiningum í frumvarpinu, þ.m.t. á hugtökunum alvarleg þroskaröskun, fötlun, frumgreining og greining, auk nýrra skilgreininga, þ.m.t. á hugtökunum snemmtæk íhlutun og fjölskyldumiðuð nálgun.

3. Aukin áhersla í löggjöf á samstarf og samþættingu þjónustu í þágu barna, þ.m.t. með skýringum á aðkomu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar að samþættingu þjónustu í þágu barna sem tilheyra mismunandi markhópum stofnunarinnar.

4. Heimild til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar til að setja reglur um frumgreiningar og langtímaeftirfylgd.

5. Aukin áhersla í löggjöf á hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar við leiðbeiningar, ráðgjöf og fræðslu gagnvart þeim sem veita börnum þjónustu. 

6. Staða Greiningar- og ráðgjafarstöðvar gagnvart nýjum stofnunum félagsmálaráðuneytisins skýrð. 

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa barna- og fjölskyldumála

frn@frn.is