Samráð fyrirhugað 12.11.2020—25.11.2020
Til umsagnar 12.11.2020—25.11.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 25.11.2020
Niðurstöður birtar

Breytingar á reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum og reglugerð um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum.

Mál nr. 246/2020 Birt: 12.11.2020 Síðast uppfært: 26.11.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (12.11.2020–25.11.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar tvær reglugerðir sem eru til innleiðingar á tveimur tilskipunum ESB á sviði farþegaflutninga með skipum sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn.

Um er að ræða drög að tveimur reglugerðum, annars vegar reglugerð um breytingu á reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, nr. 666/2001, með síðari breytingum, og hins vegar reglugerð um breytingu á reglugerð um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum nr. 659/2000, með síðari breytingum.

Rétt er að taka fram að endurskoðun á reglugerðum nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, nr. 666/2001, og reglugerð nr. 463/1998 um leyfi til farþegaflutninga með skipum stendur yfir innan ráðuneytisins. Er með reglugerðum þessum verið að gera lágmarksbreytingar sem leiða af skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum. Stendur enn til að ljúka heildarendurskoðun þessara tveggja reglugerða.

Tilskipanirnar sem innleiddar eru:

1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/2108 frá 15. nóvember 2017 um breytingu á tilskipun ráðsins 2009/45/EB um öryggisreglur og staðla fyrir farþegaskip.

2. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/2109 frá 15. nóvember 2017 um breytingu á tilskipun 98/41/EB um skráningu einstaklinga sem eru um borð í farþegaskipum sem sigla til og frá höfnum aðildarríkja Bandalagsins og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/65/ESB um formsatriði við skýrslugjöf að því er varðar skip sem koma í og/eða láta úr höfn í aðildarríkjum.

1. Reglugerð um breytingu á reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, nr. 666/2001 er til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2108 frá 15. nóvember 2017 um breytingu á tilskipun ráðsins 2009/45/EB um öryggisreglur og staðla fyrir farþegaskip, sem felld var inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2020 Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 13. ágúst 2020, bls. 187-198. Ákvæði tilskipunar 2017/2018, sem innleiddar eru með reglugerð þessari, eru gerðar með það fyrir augum að auka skýrleika laga og samræma öryggisstigið og laga skilgreiningar og tilvísanir og laga betur að alþjóðlegum reglum. Reglugerð breytingunni er gerð sú breyting að hún gildir um ný skip sem eru 24 m að lengd og lengri. Áfram gildir hún um gömul skip sem eru 24 m að lengd eða lengri og um háhraðafarþegaför.

2. Með reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 659/2000 um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum nr. 659/2000, eru m.a. gerðar breytingar á reglugerð um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum nr. 659/2000 sem varða uppfærslu er varðar að fela Samgöngustofu hlutverk sem áður voru í höndum Siglingastofnunar Íslands. Þá er gildissvið reglugerðarinnar breytt og við bætast skemmtisnekkjur, skemmtibátar og skip sem einungis eru starfrækt innan hafnarsvæðis eða á skipagengum vatnaleiðum sem reglugerðin nær ekki til. Þá eru fyrirtæki skylduð til að viðhafa verklag við gagnaskráningu sem tryggir að upplýsingar sem krafist er samkvæmt reglugerðinni séu tilkynntar á nákvæman og tímanlegan hátt. Þessar breytingar eru gerðar til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/2109 frá 15. nóvember 2017 um breytingu á tilskipun 98/41/EB um skráningu einstaklinga sem eru um borð í farþegaskipum sem sigla til og frá höfnum aðildarríkja Bandalagsins og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 20180/65/ESB um formsatriði við skýrslugjöf að því er varðar skip sem koma í og/eða láta úr höfn í aðildarríkjum, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2020 frá 14. júlí 2020. Tilskipunin er birt í EES viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 13. ágúst 2020, bls. 199-207.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök ferðaþjónustunnar - 24.11.2020

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um breytingar á reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum og reglugerð um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum.

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Bestu kveðjur

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi