Samráð fyrirhugað 12.11.2020—25.11.2020
Til umsagnar 12.11.2020—25.11.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 25.11.2020
Niðurstöður birtar

Reglugerð um skoðanakerfi fyrir öruggan rekstur ekjufarþegaskipa og háhraðafarþegafara í áætlunarferðum.

Mál nr. 247/2020 Birt: 12.11.2020 Síðast uppfært: 26.11.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (12.11.2020–25.11.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að tveimur reglugerðum sem eru til innleiðingar á tilskipun a. Tilskipun (ESB) 2017/2110 um skoðunarkerfi fyrir öruggan rekstur ekjufarþegaskipa og háhraðafarþegafara í áætlunarferðum.

Markmið með reglugerð um skoðanakerfi fyrir öruggan rekstur ekjufarþegaskipa og háhraðafarþegafara í áætlunarferðum er að tryggja öryggi í rekstri ekjuferja og háhraðafarþegafara sem falla undir reglugerðina og koma á skilvirku og samræmdu eftirlitskerfi með þeim skipum innan Evrópska Efnahagssvæðisins. Reglugerðin er sett samkvæmt heimild 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003 með áorðnum breytingum. Með reglugerðinni fellur úr gildi reglugerð nr. 743/2001, um skoðanir ekjuferja og háhraðafarþegafara í innanlands- og millilandasiglingum, með áorðnum breytingum. Með reglugerðinni öðlast gildi tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2110 frá 15. nóvember 2017 og breyting á tilskipun 2009/16/EB og tilskipun 1999/35/EB fellur niður. Reglugerðardrögin eru byggð á sambærilegum ákvæðum í núgildandi reglugerð nr. 743/2001. En m.a. er kveðið á um að settur verði á fót skoðunargagnagrunnur til að tryggja að upplýsingar m.a. um annmarka og farbönn sem tengjast skoðunum sem framkvæmdar eru skv. reglugerðinni verði færðar án tafar inn í skoðunargagnagrunninn. Einnig er um uppfærslu að ræða þar sem Samgöngustofu eru falin hlutverk sem áður var í höndum Siglingastofnunar Íslands.

Með reglugerð um breytingar á reglugerðum vegna reglugerðar um skoðanakerfi fyrir öruggan rekstur ekjufarþegaskipa og háhraðafarþegafara í áætlunarferðum eru gerðar breytingar á reglugerðum sem tengjast reglugerð um skoðanakerfi fyrir öruggan rekstur ekjufarþegaskipa og háhraðafarþegafara í áætlunarferðum. Drög að nýrri reglugerð um skoðanakerfi fyrir öruggan rekstur ekjufarþegaskipa og háhraðafarþegafara í áætlunarferðum hefur verið lögð fram og því um að ræða uppfærslu á reglugerðum í samræmi við þau drög. Meðal þeirra breytinga er uppfærsla á ákvæðum sem felur Samgöngustofu verkefni sem áður voru í höndum Siglingastofnunar Íslands sem og breytingar svo að reglugerðir þessar nái einnig til skoðana á ekjufarþegaskipum og háhraðafarþegaförum.