Samráð fyrirhugað 17.11.2020—01.12.2020
Til umsagnar 17.11.2020—01.12.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 01.12.2020
Niðurstöður birtar

Breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks

Mál nr. 249/2020 Birt: 17.11.2020 Síðast uppfært: 08.12.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (17.11.2020–01.12.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks.

Frumvarpið er annar liður í aðgerðaráætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um einföldun regluverks á málefnasviði ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í frumvarpinu er m.a. horft til nýlegrar skýrslu OECD um samkeppnismat á byggingariðnaðar og ferðaþjónustu. Í frumvarpinu er lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt, að Tryggingadeild útflutningslána verði lögð niður, að felld verði brott leyfisveiting Neytendastofu vegna notkunar þjóðfánans í skráðu vörumerki, að skilyrði um eignarhald löggiltra fasteignasala á meiri hluta í félagi um fasteignasölu verði fellt brott í samræmi við tillögur OECD, brottfall efnisreglna í lögum um starfsemi þeirra sem selja notuð ökutæki, einföldun á fyrirkomulagi fylgiréttargjalds, brottfall leyfisskyldu til að halda frjáls uppboð og brottfall laga um verslunaratvinnu og laga um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Guðmundur Óli Gunnarsson - 19.11.2020

Daginn

Þegar kemur að lögvernduðum störfum ætti að fara eftir skandinavíu þjóðunum ekki evrópusambandinu.

Um fánalöginn myndi ég segja að endurskrifa þau þannig að var megi ekki bera íslenska fánann nema uppfylla 3 skilyrði

1. Varan er framleidd hér á landi.

2. Varan er framleidd úr íslensku hráefni einsog mest gefst kostur til.

3. Varan er hönnuð hér á landi ef um hönnunarvöru er ad ræða.

Einnig mæli ég með að halda leyfisveitingu því fáninn er með gott orðspor núna en ef breytingar verða á þannig að varan þurfi ekki að uppfylla nein skilyrði önnur en vera frá íslensku fyrirtæki þá ómerkir það fánan þar til traustið á fánann er orðið að engu og verðlaust með öllu.

Þetta á að vera gæðastaðall ekki neitt minna.

Vinsamlegast sýnið þessu virðingu og ekki vera að reyna að keyra fánann í ómerka stöðu.

Það er hægt að uppfæra lög án þess að ómerkja söguna og menningar arfin

Kveðja

Guðmundur Óli Gunnarsson

Afrita slóð á umsögn

#2 Björn Arnar Hauksson - 21.11.2020

Vinsamlega sjá umsögn í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Viðskiptaráð Íslands - 26.11.2020

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldun regluverks, mál nr. 249/2020.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Promennt ehf - 26.11.2020

Vinsamlegast skoðið umsögn í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Félag viðurkenndra bókara - 01.12.2020

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Neytendastofa - 01.12.2020

Sjá meðfylgjandi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Bílgreinasambandið - 01.12.2020

Meðfylgjandi er umsögn Bílgreinasambandsins (BGS).

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga - 01.12.2020

1. desember 2020

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Efni: Breyting á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks (Mál nr. 249/2020)

Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur tekið drög að breytingum á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks til umsagnar. Drögin að frumvarpi þessu er meðal annars komin til vegna samkeppnismats OECD á byggingariðnaði og ferðaþjónustu, sem var gefið út nýverið. Þar telur OECD að endurskoða þurfi í heild sinni löggjöf um löggiltar starfsgreinar í þeim tilgangi að meta hver undirliggjandi markmið löggildingarinnar séu og hvort þær takmarkanir á atvinnufrelsi sem felast í löggildingunni væru málefnalegar í ljósi markmiðanna. Félag viðskipta- og hagfræðinga tekur undir mikilvægi þess að framkvæma heildarendurskoðun á löggildingu starfsgreina á Íslandi en þykir ekki nógu skýrt að niðurfelling laganna sé hluti af slíkri vegferð. Við heildarendurskoðun á löggildingu starfsheita er sjálfsagt að líta á stöðu viðskiptafræðinga og hagfræðinga í því samhengi, og meta hvort tilefni sé til að vernda rétt fólks til að kalla sig þeim titlum.

Réttur fólks til að kalla sig viðskiptafræðina eða hagfræðinga er ekki eitt og sér það sem gefur starfsheitunum gildi sitt, það er menntunin sem liggur að baki fræðigráðunnar ásamt þeirri þekkingu og færni sem viðskipta- og hagfræðingar tileinka sér. Slíkt hið sama á við um önnur lögvernduð starfsheiti. Á þeim næstum 40 árum sem lög þessi hafa verið í gildi hefur íslenskt samfélag gjörbreyst og sömuleiðis þau störf sem viðskipta- og hagfræðingar sinna. Það er því ekki óeðlilegt að lög þessi séu tekin til endurskoðunar, en að fella þau úr gildi krefst frekari yfirlegu og samtals við félagsmenn að mati félagsins.

Lög um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga hafa sterk tengsl við félagið, enda lögin tilkomin að tillögu þess frá árinu 1980. Félagsmenn hafa því margir hverjir sterka skoðun á frumvarpinu og þykir stjórn eðlilegast að gefa þeim tækifæri á að láta í ljós sína skoðun.

Í síðustu viku áttu fulltrúar stjórnar Félags viðskipta- og hagfræðinga fund með

Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra málaflokksins, til þess að ræða málið frekar. Samkomulag var um að halda áfram samtali félagsins og ráðuneytisins með það að markmiði að fræða félagsmenn um áhrif og ástæður tillögu að breytingum á lögum. Félagið kom á fundinum á framfæri þeirri skoðun sinni að mikilvægt væri að ef að breyting á lögum næði fram að ganga yrði hún hluti af stærri vegferð þar sem farið yrði yfir löggildingu annarra starfstétta í framhaldi. Einnig lagði félagið ríka áherslu á að félagsmenn hefðu tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri og væru partur af lokaákvörðun í málinu.

Stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga hvetur ráðuneyti málaflokksins til þess að tryggja það að réttar upplýsingar um afleiðingar niðurfellingar laganna komist til skila til félagsmanna og leggur til að ráðuneytið haldi úti upplýsingasíðu sem auðvelt er að vísa í hafi félagsmenn spurningar. Misskilnings hefur gætt þar sem félagsmenn og aðrir vita og skilja ekki nákvæmar afleiðingar frumvarpsins fyrir sig og sína starfsstétt og telur félagið að þar sé hægt að stíga inn í með fræðandi hætti. Einnig hvetjum við félagsmenn til þess að halda áfram að láta í sér heyra hafi þeir spurningar eða athugasemdir. Félagið mun tryggja að hagsmunir félagsmanna verði teknir til fullrar athugunar hvað þetta mál varðar.

Afrita slóð á umsögn

#9 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 01.12.2020

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu f.h. hagsmunahóps bókhaldsstofa innan samtakanna um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Hulda Ösp Atladóttir - 01.12.2020

Meðfylgjandi er umsögn Samkeppniseftirlitsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Elmar Hallgríms Hallgrímsson - 01.12.2020

Umsögn vegna breytinga á lögum um einföldun regluverks. Umsögn frá Samiðn - sambandi iðnfélaga.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Sigurbjörn Skarphéðinsson - 01.12.2020

Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um sölu fasteigna nr. 70/2015.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Hugverkastofan - 03.12.2020

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Félag fasteignasala - 04.12.2020

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Myndstef - 08.12.2020

Viðhengi