Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.11.–1.12.2020

2

Í vinnslu

  • 2.2020–14.12.2021

3

Samráði lokið

  • 15.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-249/2020

Birt: 17.11.2020

Fjöldi umsagna: 15

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks

Niðurstöður

Frumvarpið varð að lögum nr. 27/2021. Í samráðskafla greinargerðar frumvarpsins er að finna efnisleg viðbrögð við umsögnum sem bárust í samráðinu. Umsagnirnar leiddu til nokkurra breytinga á frumvarpinu sem nánar eru reifaðar í greinargerðinni. Sjá hér - https://www.althingi.is/altext/151/s/0757.html

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið er annar liður í aðgerðaráætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um einföldun regluverks á málefnasviði ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í frumvarpinu er m.a. horft til nýlegrar skýrslu OECD um samkeppnismat á byggingariðnaðar og ferðaþjónustu. Í frumvarpinu er lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt, að Tryggingadeild útflutningslána verði lögð niður, að felld verði brott leyfisveiting Neytendastofu vegna notkunar þjóðfánans í skráðu vörumerki, að skilyrði um eignarhald löggiltra fasteignasala á meiri hluta í félagi um fasteignasölu verði fellt brott í samræmi við tillögur OECD, brottfall efnisreglna í lögum um starfsemi þeirra sem selja notuð ökutæki, einföldun á fyrirkomulagi fylgiréttargjalds, brottfall leyfisskyldu til að halda frjáls uppboð og brottfall laga um verslunaratvinnu og laga um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is