Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.–27.11.2020

2

Í vinnslu

  • 28.11.2020–23.6.2021

3

Samráði lokið

  • 24.6.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-250/2020

Birt: 17.11.2020

Fjöldi umsagna: 16

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Háskólastig

Frumvarp um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006 og lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til samráðs drög að frumvarpi um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006 og lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008. Í frumvarpinu er lagt til að breyta 19. gr. laga um háskóla, nr. 63/2006 og 18. gr. laga um opinbera

Nánari upplýsingar

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til samráðs drög að frumvarpi um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006 og lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008. Í frumvarpinu er lagt til að breyta 19. gr. laga um háskóla, nr. 63/2006 og 18. gr. laga um opinbera háskóla, nr. 85/2008 með þeim hætti að breyta aðgangsskilyrðum að háskóla fyrir nemendur sem vilja hefja nám til fyrstu háskólagráðu. Til jafns við aðgangsskilyrði „stúdentspróf“ kemur aðgangsskilyrði um að nemendur hafi lokið „lokaprófi af þriðja hæfnisþrepi“ og er þá vísað til aðalnámskrár framhaldsskóla. Þessari breytingu er ætlað að jafna stöðu nemenda sem hafa lokið list,- tækni- og starfsnámi af þriðja hæfniþrepi og þeirra, sem lokið hafa stúdentsprófi til inngöngu í háskóla. Á liðnum árum og áratugum hafa orðið miklar breytingar á skipulagi og tilhögun framhaldsskólanáms. Breytingin getur verið háskólum hvatning til að móta en frekar gagnsærri og skýrri aðgangsviðmið fyrir nemendur sem hafa lokið iðn- og starfsnámi. Nauðsynlegt er að lagt sé mat á raunverulega hæfni, en hæfniviðmiðin gera kleift að sjá hvaða hæfni og getu nemendur geti vænst að búa yfir við námslok. Skilgreind aðgangsviðmið verða þannig skýr og svara til krafna um undirbúning fyrir viðkomandi háskólanám.

Markmið þessa frumvarps er að jafna möguleika þeirra framhaldsskólanema sem ljúka prófi af þriðja hæfniþrepi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla til háskólanáms. Frumvarpið felur þar með í sér aukið jafnræði til náms óháð mismunandi námsleiðum nemenda og þeim lokaprófum frá framhaldsskólum sem nemendur hafa lokið. Þessi breyting er í samræmi við markmið sem er lýst fyrir málefnasvið háskólastigs í fjármálaáætlun 2020-2024, þ.e. um styrkari tengingu menntunar við atvinnulíf meðal annars með eflingu verk- og tæknináms.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

mrn@mrn.is