Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.–22.11.2020

2

Í vinnslu

  • 23.11.2020–12.1.2021

3

Samráði lokið

  • 13.1.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-251/2020

Birt: 18.11.2020

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (fjármagnstekjuskattur).

Málsefni

Frumvarpinu er ætlað að útfæra tillögur starfshóps um endurskoðun skattstofns fjármagnstekjuskatts.

Nánari upplýsingar

Tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar má rekja til sáttmála ríkisstjórnarinnar um að samhliða hækkun á fjármagnstekjuskatti úr 20% í 22% yrði skattstofn fjármagnstekjuskatts tekinn til endurskoðunar. Sú breyting kom til framkvæmda við staðgreiðslu 2018 og álagningu opinberra gjalda 2019. Markmið frumvarpsins er að útfæra tillögur starfshóps um endurskoðun skattstofns fjármagnstekjuskatts m.t.t. verðbólgu þar sem hún hefur áhrif á skattbyrði fjármagnstekna. Jafnframt er lögð til breyting, sem lýtur ekki að áhrifum verðbólgu á skattstofn fjármagnstekna, heldur snýr að skattlagningu við sölu frístundahúsnæðis.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is