Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–20.12.2020

2

Í vinnslu

  • 21.12.2020–18.4.2021

3

Samráði lokið

  • 19.4.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-257/2020

Birt: 7.12.2020

Fjöldi umsagna: 1

Drög að stefnu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Stefna um notkun skýjalausna - Drög

Niðurstöður

Ein umsögn barst um drög að stefnu um notkun skýjalausna. Meginefni athugasemdarinnar var landfræðileg staðsetning upplýsinga, þ.e. þær áhættur sem skapast við það að nýta þjónustur sem eru utan Íslands. Tekið er tillit til þess í skjalinu að meta þurfi áhættur og kröfur í hverju tilfelli og taka viðeigandi og rökstuddar ákvarðanir byggðar á kerfisbundnu mati. Fjármálaráðuneytið hefur stefnunar nú til skoðunar eftir samráð áður en hún verður gefin út formlega.

Málsefni

Notkun skýjalausna er mikilvæg forsenda þess að styðja við stafræn umskipti, auka sjálfvirkni og hækka öryggisstig upplýsinga og upplýsingakerfa hins opinbera. Drög þessi lýsa þeirri framtíðarsýn og markmiðum sem opinberir aðilar styðjast við til að þróa og nýta skýjalausnir.

Nánari upplýsingar

Stefna um notkun skýjalausna er fyrsta skjal í heildstæðri umgjörð varðandi notkun opinberra aðila á skýjalausnum og tengist því markmiði stjórnvalda að Ísland verði meðal fremstu þjóða í heimi í veitingu stafrænnar þjónustu.

Tilgangur skýjastefnu hins opinbera er að ná samræmdum markmiðum í notkun skýjalausna og útfærslu þeirra. Skýjalausnir eru nú þegar í notkun hjá mörgum opinberum aðilum og því brýnt að unnið sé að samræmingu þessara verkefna til hagræðingar og aukins öryggis.

Áherslur í stafrænni þjónustu og notendamiðaðri þjónustuhönnun hafa gert auknar kröfur til stofnana um hraða og skilvirka þjónustu. Skýjalausnir sem stytta afhendingartíma innviða og upplýsingatækniþjónusta stuðla að því að stafræn þjónusta sé veitt með hröðum, hagkvæmum og öruggum hætti.

Skýjaþjónusta opnar einnig fyrir nýja notkunarmöguleika, m.a. á sviði gervigreindar og dýpri gagnagreininga, sem annars væri erfitt eða ómögulegt að hagnýta sér.

Með því að birta fyrsta hluta verkefnisins sem drög í samráðsgátt stjórnvalda er það von fjármála- og efnahagsráðuneytisins að hagsmunaaðilar og aðrir geti veitt umsagnir svo mögulegt sé að laga verkefnið og afurðir þess að þörfum hins opinbera. Stefnan mun svo verða kynnt og birt að umsögn og úrvinnslu lokinni. Aðrir hlutar verkefnisins verða birtir í samráðsgátt eða á sérstöku vefsvæði.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (5)

Umsjónaraðili

Einar Gunnar Guðmundsson

einar.gudmundsson@fjr.is