Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–15.12.2020

2

Í vinnslu

  • 16.12.2020–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-259/2020

Birt: 1.12.2020

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Breyting á reglugerð um stjórnvaldssektir vegna brota á efnalögum

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á efnalögum, sem sett hafa verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.

Nánari upplýsingar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á efnalögum, sem sett hafa verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.

Breytingin er í kjölfar gildistöku laga nr. 57/2019 um breytingu á efnalögum nr. 61/2013 þar sem bættust við heimildir til álagningu stjórnvaldssekta vegna þrenns konar brota á lögunum.

Um er að ræða brot gegn skyldum eldsneytisbirgja um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, brot gegn ákvæðum laganna um kröfu til að hafa vottun til að annast verkefni í tengslum við F-gös og gegn ákvæðum um markaðssetningu flúoraðra gróðurhúsalofttegunda og ákvæðum um magn flúoraðra gróðurhúsalofttegunda. Í reglugerðardrögunum er kveðið á um fjárhæð sekta fyrir umrædd brot á ákvæðum efnalaga.

Umsögnum um drögin að reglugerðinni skal skilað í samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til þess til 15. desember 2020.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Sigurbjörg Sæmundsdóttir

postur@uar.is