Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–16.12.2020

2

Í vinnslu

  • 17.–16.12.2020

3

Samráði lokið

  • 17.12.2020

Mál nr. S-260/2020

Birt: 2.12.2020

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki (CRD IV og CRR)

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust. Drög að frumvarpi voru birt í samráðsgáttinni í desember 2021 (mál nr. 229/2021).

Málsefni

Gert er ráð fyrir að ljúka innleiðingu tilskipunar 2013/36/ESB um aðgang að starfsemi lánastofnana og varfærniseftirlit með lánastofnunum og verðbréfafyrirtækjum („CRD IV“) og lögfesta reglugerð (ESB) nr. 575/2013 um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki („CRR“).

Nánari upplýsingar

CRD IV og CRR mynda saman hryggjarstykkið í löggjöf Evrópusambandsins um lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki. Með þeim var leitast við að bæta úr vanköntum á lagaumgjörð fjármálafyrirtækja sem alþjóðlega fjármálakreppan leiddi í ljós og alþjóðleg viðmið um varfærniskröfur til lánastofnana, svonefndur Basel III-staðall, innleidd í Evrópu. Íslensk lög hafa verið löguð að gerðunum í áföngum síðustu ár. Nú stendur til að ljúka því sem út af stendur.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

gunnlaugur.helgason@fjr.is