Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.12.2020–12.1.2021

2

Í vinnslu

  • 13.1.–16.3.2021

3

Samráði lokið

  • 17.3.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-267/2020

Birt: 15.12.2020

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkrahúsþjónusta

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997.

Niðurstöður

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997, var lagt fram á Alþingi 4. mars 2021.

Málsefni

Með frumvarpinu er ætlað að tryggja fullnægjandi lagaheimildir til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum sjúklingum á heilbrigðisstofnunum og tryggja réttindi sjúklinga, m.a. með því að kveða skýrt á um að þvingunum sé ekki beitt nema í algerum undantekningartilvikum.

Nánari upplýsingar

Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra fyrir 151. löggjafarþing er áætlað að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997. Með frumvarpinu er ekki ætlunin að auka heimildir til þvingunar né inngripa á heilbrigðisstofnunum miðað við gildandi framkvæmd, einungis er ætlunin að tryggja fullnægjandi lagaheimildir fyrir þeim inngripum sem talið er nauðsynlegt að beita í undantekningartilvikum ásamt því að tryggja réttindi sjúklinga, s.s. með rétti til endurskoðunar ákvarðana og eftirliti með beitingu þvingana.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Heilbrigðisráðuneytið

hrn@hrn.is