Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.12.2020–5.1.2021

2

Í vinnslu

  • 6.1.–29.11.2021

3

Samráði lokið

  • 30.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-270/2020

Birt: 16.12.2020

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði matvæla, landbúnaðar, sjávarútvegs- og fiskeldis (einföldun regluverks)

Niðurstöður

Breytingarlög nr. 71/2021 hafa tekið gildi.

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum í því skyni að einfalda regluverk og stjórnsýslu á sviði fiskeldis, matvæla og landbúnaðar.

Nánari upplýsingar

Í sáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að átak verði gert í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings og áhersla lögð á skilvirka og réttláta stjórnsýslu. Frumvarp þetta er liður í vinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á málefnasviði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um einföldun regluverks og stjórnsýslu. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að starfsumhverfi í fiskeldi verði einfaldað, sérstaklega fyrir minni framleiðendur. Þá eru lagðar til breytingar á regluverki um innflutning dýra sem miða að því að auka skilvirkni stjórnsýslu og einfalda ferla gagnvart umsækjendum. Einnig eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum á málefnasviði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem miða að því að auka skilvirkni stjórnsýslu og skýra regluverk, til hagsbóta fyrir atvinnulíf og samfélag.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is