Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.12.2020–11.1.2021

2

Í vinnslu

  • 12.1.–29.11.2021

3

Samráði lokið

  • 30.11.2021

Mál nr. S-271/2020

Birt: 16.12.2020

Fjöldi umsagna: 13

Drög að stefnu

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Matvælastefna fyrir Ísland til ársins 2030

Niðurstöður

Matvælastefna fyrir Ísland til 2030 birt og kynnt.

Málsefni

Matvælastefnu Íslands er ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru.

Nánari upplýsingar

Matvælastefna fyrir Ísland er byggð á sterkum grunni, mótuð með aðkomu ólíkra aðila sem hafa mikla og breiða þekkingu á málaflokkum. Tilgangur stefnunnar er að vera leiðarljós sem dregur fram áherslur stjórnvalda, ásamt því að móta framtíðarsýn, markmið og aðgerðaráætlun til að innleiða í íslenskt atvinnulíf og stjórnkerfi. Við mótun stefnunnar var horft til fimm lykilþátta: Verðmætasköpunar, neytenda, ásýndar og öryggis, umhverfis og lýðheilsu.

Markmið Matvælastefnu fyrir Ísland eru:

• Gæði og öryggi eru tryggð í framboði og framleiðslu á matvælum.

• Almenningur hefur aðgang að hollum og öruggum matvælum.

• Matvælaframleiðsla er sjálfbær.

• Verðmætasköpun hefur verið aukin með bættum framleiðsluaðferðum, vöru- og þjónustuþróun og nýsköpun.

• Þekking, hæfni og áhugi á matvælum hefur verið efld á öllum námsstigum.

• Samkeppnishæfni hefur verið bætt með stöðugu starfsumhverfi fyrirtækja, skilvirkum innviðum og stuðningi við nýsköpun.

• Fræðsla til neytenda um matvæli og tengsl mataræðis við lýðheilsu hefur verið aukin.

• Upplýsingar um uppruna, framleiðsluhætti, innihald og umhverfisáhrif matvæla eru aðgengileg neytendum.

• Rannsóknir og þróun eru öflugur bakhjarl matvælaframleiðslu og samstarf stofnana er öflugt.

• Ímynd íslenskra matvæla endurspeglar markmið um sjálfbærni, gæði og hreinleika.

Það er sameiginlegt verkefni að bæta hag fólks með verðmætasköpun og með því að tryggja komandi kynslóðum tækifæri til að gera slíkt hið sama. Hér á landi eru tækifærin í fjölbreyttri matvælaframleiðslu mörg og því er mikilvægt að nýta þau með samræmdum aðgerðum. Matvælastefna Íslands er opið ferli sem mun taka mið af þróun og breytingum næstu ára og áratuga. Henni fylgir aðgerðaáætlun sem verður endurskoðuð að fimm árum liðnum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is