Samráð fyrirhugað 17.12.2020—06.01.2021
Til umsagnar 17.12.2020—06.01.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 06.01.2021
Niðurstöður birtar 06.04.2021

Drög að frumvarpi til laga um brottfall ýmissa laga

Mál nr. 272/2020 Birt: 17.12.2020 Síðast uppfært: 06.04.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga á málefnasviði samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytis var birt í samráðsgátt stjórnvalda á tímabilinu 17. desember 2020 til 6. janúar 2021 þar sem almenningi gafst kostur á að veita umsögn. Tvær umsagnir bárust, annars vegar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hins vegar frá Viðskiptaráði Íslands. Báðir umsagnaraðilar fögnuðu framkomnu frumvarpi og mæltust til þess að frumvarpið yrði að lögum.Frumvarpið var lagt fram á Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu í febrúar 2021 og samþykkt þann 16. mars 2021.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 17.12.2020–06.01.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 06.04.2021.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga. Frumvarpinu er ætlað að fella úr gildi lagabálka sem hafa lokið hlutverki sínu.

Undanfarin ár hefur átt sér stað heildarendurskoðun og umbætur á mörgum lagabálkum á málefnasviði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Tilgangurinn hefur ýmist verið einföldun regluverks, umbætur í takt við breyttar samfélagsaðstæður og stafræn þróun. Eðlilegt framhald er því að fella brott lagabálka á málefnasviðum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem hafa ekki þýðingu lengur. Viðkomandi lagabálkar eiga ekki lengur við, ýmist sökum þess að heildarendurskoðun regluverks á málefnasviði ráðuneytisins hefur leyst af hólmi sérsniðin lagaákvæði sem ekki hafa verið felld brott, eða vegna þess að hlutverk þeirra var afmarkað í tíma.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samband íslenskra sveitarfélaga - 06.01.2021

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

F.h. sambandsins

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Viðskiptaráð Íslands - 06.01.2021

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands.

F.h. Viðskiptaráðs,

Jón Birgir Eiríksson.

Viðhengi