Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.12.2020–8.1.2021

2

Í vinnslu

  • 9.1.–13.9.2021

3

Samráði lokið

  • 14.9.2021

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-273/2020

Birt: 18.12.2020

Fjöldi umsagna: 5

Áform um lagasetningu

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993 (Endurskoðun VII. kafla o.fl.)

Niðurstöður

Frumvarpið var ekki lagt fram á Alþingi.

Málsefni

Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og öðrum lögum (Endurskoðun VII. kafla o.fl.)

Nánari upplýsingar

1. Stutt lýsing á þeirri leið sem áformuð er og rökstuðningur fyrir henni

Áformað er að bæta nýjum ákvæðum við stjórnsýslulög nr. 37/1993, lög nr. 21/1994 og lög nr. 70/1996 í því skyni að samræma og bæta starfshætti kærustjórnvalda.

2. Helstu fyrirhuguðu breytingar á gildandi lögum og reglum, hvort heldur bætt er við eða fellt brott

Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á VII. og VIII. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um stjórnsýslukærur og starfsemi stjórnsýslunefndar. Áformað er að gera eftirfarandi breytingar:

i. Lögfest verði almenn skylda æðra stjórnvalds til að halda úti vefsetri og birta úrskurði sína á þeim vettvangi.

ii. Bætt verði við 1. mgr. 31. gr. stjórnsýslulaga skyldu til að birta í úrskurði nöfn þeirra sem standa að úrskurði og undirskrift þeirra.

iii. Á eftir 31. gr. stjórnsýslulaga komi nýtt ákvæði þar sem kveðið um verði á um heimild æðra stjórnvalds til frestunar á réttaráhrifum úrskurðar.

iv. Við lög nr. 21/1994 um öflun álits EFTA dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið bætist nýtt ákvæði þar sem kveðið verði á um heimild sjálfstæðra stjórnsýslunefnda til að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins.

v. Kannað verði hvort ástæða sé til að bæta ákvæði við lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um hvernig standa skuli að lausn nefndarmanns sjálfstæðrar stjórnsýslunefndar.

vi. Aðrar breytingar með það að markmiði að skýra og samræma málsmeðferð stjórnvalda.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Forsætisráðuneytið

postur@for.is