Samráð fyrirhugað 22.12.2020—12.01.2021
Til umsagnar 22.12.2020—12.01.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 12.01.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglum vegna styrkveitinga til eflingar hringrásarhagkerfisins með grænni nýsköpun

Mál nr. 276/2020 Birt: 23.12.2020 Síðast uppfært: 23.12.2020
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (22.12.2020–12.01.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Markmiðið með styrkveitingunum er m.a. að bæta úrgangsstjórnun á Íslandi, efla tækifæri til endurvinnslu úrgangs sem næst upprunastað og að stuðla að aukinni endurvinnslu úrgangs sem fellur til hér á landi.

Sveitarfélög og einkaaðilar sem starfrækja söfnun úrgangs eða endurvinnslu innanlands geta sótt um styrki s.s. til kaupa á tækjum og öðrum búnaði til sérstakrar söfnunar, jarðgerðar og annarrar endurvinnslu úrgangs. Lögð er áhersla á að styrkja verkefni sem bæta stjórnun úrgangs úr pappír, málmum, plasti, gleri, viði, textíl og lífbrjótanlegs úrgangs og sem stuðla að endurvinnslu úrgangsins. Jafnframt er lögð áhersla á að styðja við hágæða endurvinnslu sem felur í sér að úrgangi verði haldið í síendurtekinni hringrás þar sem það er mögulegt.

Gert er ráð fyrir að styrkjum verði almennt veitt til afmarkaðra verkefna til eins árs í senn. Þó er heimilt ef um er að ræða lengri verktíma að veita árlegan styrk til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárveitingar á fjárlögum hverju sinni. Hver einstakur styrkur getur almennt ekki numið hærri fjárhæð en sem nemur 10% af heildarfjárheimild hvers árs.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Þorsteinn Valur Baldvinsson - 10.01.2021

Samhliða því að hrósa fyrir þessi áform vill álitsgjafi leggja til að sú kvöð sé lögð á alla söfnunar, förgunar og endurvinnslu aðila úrgangs að þeir skili til baka inn í samfélagið % af því sem þeir taka við og eða meðhöndla.

Það sé ýmist gert með því að flokka frá nýtanlega hluti sem koma má í endurnotkun, greiða % af veltu til landgræðslu, landhreinsunar eða skógræktar sem og til sameiginlegs fræðslusjóðs um endurvinnslu og endurnýtingu.

Einnig að endurvinnslusjóður setji upp sameiginlega gjaldskrá fyrir endurvinnsluefni frá söfnunar, móttöku og förgunar aðilum til aðila í endurvinnslu og endurnýtingu með það í huga að ekki sé hægt að svelta endurvinnslu aðila af hráefni eða yfir verðleggja.

Einnig þarf að tryggja að jafnræði verði á milli aðila þannig að söfnunaraðilar geti ekki mismunað út frá eignarhlut í samskonar rekstri hvort sem eignarhlutur er í eigu fyrirtækis eða hluthafa í fyrirtæki

Koma mætti upp markaði sem virkaði svipað of fiskmarkaður en hugsaður fyrir endurvinnsluefni og hráefni til endurnýtingar.

Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök iðnaðarins - 12.01.2021

Góðan dag.

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um drög að reglum vegna styrkveitinga til eflingar hringrásarhagkerfisins með grænni nýsköpun, mál nr. 276/2020.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Bjarni Gnýr Hjarðar - 12.01.2021

Afskaplega er ánægjulegt að veita eigi styrki til að koma hringrás úrgangs í gang í hagkerfinu.  Samtímis má ekki gleyma að hafa styrka fjármögnun svo hreyfiaflið sé sem mest.  Til dæmis þarf að leggja á förgunarskatt á urðun og brennslu hið fyrsta svo fólk snúi af þeirri braut.  Hann mætti meðal annars byggja á kolefnisfótspori, enda er t.d. brennsla í þversögn við loftlagsmarkmið og öll uppvinnsla miklum mun betri. Þar af leiðandi ætti að taka enn skýrar fram að verkefni sem lúta að förgun (urðun og brennslu hérlendis sem erlendis) sé ekki styrkt.

Jafnframt ætti að taka fram að verkefni sem á einhvern máta draga úr framleiðendaábyrgð séu ekki styrkt.

Taka ætti skýrar fram að verkefni hvers afurð hefur nú þegar verið skilgreind með lok úrgangsfasa, eða svo gott sem,  kæmu ein til greina. 

Reglurnar þurfa að vera algerlega afdráttarlaus með áherslu á uppvinnslu hérlendis, það er að skrúfa fyrir förgun og hvað þá útflutning á úrgangi til brennslu.  Setja mætti inn mælikvarða um ætlaða minnkun á losun koltvísýringígilda sem stika fyrir gæði verkefna.  Þannig tengjast saman markmið, leiðir (aðferð og tækni) og árangur (nýsköpun).

Afrita slóð á umsögn

#4 Terra umhverfisþjónusta hf. - 12.01.2021

Terra fagnar framkomnum drögum að reglum um styrkveitingar grænnar nýsköpunar til eflingar hringrásarhagkerfisins. Tækifærin eru mörg sem fallið geta undir markmiðin í 1. grein þessara reglna. Aðgengi að styrkjum samkvæmt þessum reglum mun styðja við framkvæmd þessara tækifæra.

Afrita slóð á umsögn

#5 Samband íslenskra sveitarfélaga - 12.01.2021

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Virðingarfyllst,

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Viðhengi