Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.12.2020–20.1.2021

2

Í vinnslu

  • 21.1.–23.11.2021

3

Samráði lokið

  • 24.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-278/2020

Birt: 23.12.2020

Fjöldi umsagna: 7

Drög að frumvarpi til laga

Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkrahúsþjónusta

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007.

Niðurstöður

Alls bárust 7 umsagnir auk erindis frá embætti landlæknis þar sem lagt var til að farið verði í heildstæða endurskoðun á eftirlitsákvæðum laga um landlækni og lýðheilsu. Ákveðið var að taka frumvarpið af þingmálaskrá og í kjölfarið stofnaður starfshópur sem hefur það hlutverk að endurskoða ákvæði II. kafla laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu og móta tillögur að frumvarpi til breytinga á lögunum. Áætlað er að hópurinn skili af sér tillögu að frumvarpi sem verður lagt fram á 153. löggjafarþingi.

Málsefni

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á 12. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu.

Nánari upplýsingar

Hjálögð eru drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 41/20007 um landlækni og lýðheilsu. Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar sem lúta að því að skýra heimildir til kvörtunar til embættis landlæknis vegna heilbrigðisþjónustu. Enn fremur er frumvarpinu ætlað að skýra málsmeðferð í slíkum málum og gera einfaldari þannig að hún falli betur að störfum og hlutverki landlæknis.

Frumvarp sama efnis var lagt fram á 149. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Við endurskoðun frumvarpsins var lögð áhersla á að skýra nánar málsmeðferð í kvörtunarmálum Í hjálögðum drögum er sérstaklega tekið fram með hvaða hætti málsmeðferð skuli háttað í kvörtunarmálum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Heilbrigðisráðuneyti

hrn@hrn.is