Samráð fyrirhugað 23.12.2020—07.01.2021
Til umsagnar 23.12.2020—07.01.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 07.01.2021
Niðurstöður birtar 28.06.2021

Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (Covid-19 og sveitarfélög)

Mál nr. 279/2020 Birt: 23.12.2020 Síðast uppfært: 28.06.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Sjá niðurstöðuskjal.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.12.2020–07.01.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 28.06.2021.

Málsefni

Birt eru til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga vegna áhrifa kórónaveirufaraldursins á sveitarfélög.

Frumvarpið er samið í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóð sveitarfélaga. Þær lagabreytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu eiga það sameiginlegt að tilurð þeirra má rekja til þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og samfélag.

Markmið frumvarpsins eru að tryggja að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera, að auðvelda sveitarfélögum að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldurins, þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu, og að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku sveitarfélaga við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar eða náttúruhamfara.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sveitarfélagið Skagafjörður - 06.01.2021

Bókun frá 947. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 6. janúar 2021

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. desember 2020, þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 279/2020, "Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa kórónaveirufaldursins á sveitarfélög".

Byggðarráð tekur undir markmið frumvarpsins.

Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök ferðaþjónustunnar - 07.01.2021

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er sameiginleg umsögn SAF og FHG um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (Covid-19 og sveitarfélög).

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Bestu kveðjur

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samband íslenskra sveitarfélaga - 07.01.2021

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Virðingarfyllst,

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 07.01.2021

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (Covid-19 og sveitarfélög)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Reykjavíkurborg - 07.01.2021

Umsögn Reykjavíkurborgar í máli 279/2020

Viðhengi