Samráð fyrirhugað 06.01.2021—20.01.2021
Til umsagnar 06.01.2021—20.01.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 20.01.2021
Niðurstöður birtar 24.06.2021

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (byggingastarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.).

Mál nr. 1/2021 Birt: 06.01.2021 Síðast uppfært: 24.06.2021
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Tvær umsagnir bárust vegna áformanna. Umsagnir bárust frá Strætó bs. og Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Í kjölfar umsagnanna var haft nánara samráð við umsagnaraðila við vinnslu frumvarpsins í framhaldinu. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (byggingarstarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.) voru kynnt á Samráðsgátt stjórnvalda, sjá mál nr. 93/2021.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 06.01.2021–20.01.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 24.06.2021.

Málsefni

Áformað er að leggja til breytingar á lögum um virðisaukaskatt er varða byggingastarfsemi og almenningssamöngur. Auk þess er lagt til að endurskoðun fari fram á uppgjörstímabilum virðisaukaskatts o.fl.

- Í ljósi þeirra breytinga og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í byggingastarfsemi, m.a. í ljósi aukinnar tækni- og sjálfvirknivæðingar sem og breyttra byggingaraðferða, er nú talið nauðsynlegt að endurskoðun eigi sér stað á ákvæðum laga og reglna um virðisaukaskatt er varðar byggingarstarfsemi.

- Þá er talin nauðsyn á að skýra betur skattskyldu verktaka í almenningssamgöngum með það að markmiði að draga úr flækjustigi í skattframkvæmd og stuðla að réttari skattskilum.

- Einnig er talin nauðsyn á að endurskoðun fari fram á uppgjörstímabilum virðisaukaskatts, þá sérstaklega svokölluðum bændaskilum o.fl.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Jóhannes Svavar Rúnarsson - 20.01.2021

Hjálagt er umsögn Strætó.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 21.01.2021

Sjá viðhengi

Viðhengi