Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.–20.1.2021

2

Í vinnslu

  • 21.1.–23.6.2021

3

Samráði lokið

  • 24.6.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-1/2021

Birt: 6.1.2021

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (byggingastarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.).

Niðurstöður

Tvær umsagnir bárust vegna áformanna. Umsagnir bárust frá Strætó bs. og Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Í kjölfar umsagnanna var haft nánara samráð við umsagnaraðila við vinnslu frumvarpsins í framhaldinu. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (byggingarstarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.) voru kynnt á Samráðsgátt stjórnvalda, sjá mál nr. 93/2021.

Málsefni

Áformað er að leggja til breytingar á lögum um virðisaukaskatt er varða byggingastarfsemi og almenningssamöngur. Auk þess er lagt til að endurskoðun fari fram á uppgjörstímabilum virðisaukaskatts o.fl.

Nánari upplýsingar

- Í ljósi þeirra breytinga og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í byggingastarfsemi, m.a. í ljósi aukinnar tækni- og sjálfvirknivæðingar sem og breyttra byggingaraðferða, er nú talið nauðsynlegt að endurskoðun eigi sér stað á ákvæðum laga og reglna um virðisaukaskatt er varðar byggingarstarfsemi.

- Þá er talin nauðsyn á að skýra betur skattskyldu verktaka í almenningssamgöngum með það að markmiði að draga úr flækjustigi í skattframkvæmd og stuðla að réttari skattskilum.

- Einnig er talin nauðsyn á að endurskoðun fari fram á uppgjörstímabilum virðisaukaskatts, þá sérstaklega svokölluðum bændaskilum o.fl.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

fjr@fjr.is