Samráð fyrirhugað 06.01.2021—20.01.2021
Til umsagnar 06.01.2021—20.01.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 20.01.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um takmarkanir og bann veghaldara við umferð vélknúinna ökutækja um stundarsakir vegna loftmengunar

Mál nr. 2/2021 Birt: 06.01.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (06.01.2021–20.01.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um takmarkanir og bann veghaldara við umferð vélknúinna ökutækja um stundarsakir vegna loftmengunar.

Samkvæmt 85. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er sveitarstjórn eða Vegagerðinni, þegar um þjóðveg er að ræða, heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á vegi eða svæði þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er talin á að svo verði. Til grundvallar slíku banni skal liggja fyrir rökstuðningur fyrir takmörkun umferðar vegna mengunar, studdur mæliniðurstöðum og mengunarspám. Slíkar takmarkanir vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja. Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði um úrræði og við hvaða kringumstæður grípa megi til umræddra takmarkana.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar hér með eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um takmarkanir og bann veghaldara við umferð vélknúinna ökutækja um stundarsakir vegna loftmengunar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Svava Svanborg Steinarsdóttir - 19.01.2021

Sent inn fyrir hönd Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Reykjavíkurborg - 19.01.2021

Umgögn um drög að reglugerð um takmarkanir og bann veghaldara við umferð vélknúinna ökutækja um stundarsakir vegna loftmengunar.

Afrita slóð á umsögn

#3 Reykjavíkurborg - 19.01.2021

Umsögn um drög að reglugerð um takmarkanir og bann veghaldara við umferð vélknúinna ökutækja um stundarsakir vegna loftmengunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök ferðaþjónustunnar - 20.01.2021

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um drög að reglugerð um takmarkanir og bann veghaldara við umferð vélknúinna ökutækja um stundarsakir vegna loftmengunar.

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Bestu kveðjur

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 20.01.2021

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að reglugerð um takmarkanir og bann veghaldara við umferð vélknúinna ökutækja um stundarsakir vegna loftmengunar.

Viðhengi