Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.–20.1.2021

2

Í vinnslu

  • 21.1.2021–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-2/2021

Birt: 6.1.2021

Fjöldi umsagna: 5

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um takmarkanir og bann veghaldara við umferð vélknúinna ökutækja um stundarsakir vegna loftmengunar

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um takmarkanir og bann veghaldara við umferð vélknúinna ökutækja um stundarsakir vegna loftmengunar.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt 85. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er sveitarstjórn eða Vegagerðinni, þegar um þjóðveg er að ræða, heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á vegi eða svæði þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er talin á að svo verði. Til grundvallar slíku banni skal liggja fyrir rökstuðningur fyrir takmörkun umferðar vegna mengunar, studdur mæliniðurstöðum og mengunarspám. Slíkar takmarkanir vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja. Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði um úrræði og við hvaða kringumstæður grípa megi til umræddra takmarkana.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar hér með eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um takmarkanir og bann veghaldara við umferð vélknúinna ökutækja um stundarsakir vegna loftmengunar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is